Frétt

Ágúst Gíslason | 03.05.2006 | 11:06Er tímabært að skipta um meirihluta?

Ágúst Gíslason
Ágúst Gíslason
Hugleiðingar úr fjarlægð vegna bæjarstjórnarkosninga

Þegar setið er á skólabekk erlendis er oft hugsað heim, hvað allt er gott heima og ekki fer hjá því að dvöl um langan tíma erlendis færi manni heim sanninn um, hvað við höfum það gott á okkar ástkæra Íslandi. Hér í Horsens á Jótlandi búa liðlega 400 Íslendingar, flestir við nám. Í Vitus Bering skólanum þar sem ég stunda nám eru liðlega 100 Íslendingar við nám, þar á meðal áberandi myndarleg ung kona, sem auðvitað er Ísfirðingur.

Við tökum því oft tal saman, en eitt sinn á útmánuðum fór hún óvenju mikinn, fann ástandinu á Ísafirði og einkum bæjarstjórninni flest til foráttu. Taldi brýna nauðsyn að skipta um núverandi meirihluta því hann væri vita gagnslaus, aðhefðist ekkert í atvinnuuppbyggingu o.s.frv. o.s.frv. Þetta samtal hefur oft komið upp í huga mér síðan og nú þegar nálgast kosningar, finn ég mig knúinn til að festa hugleiðingar mínar á blað, þar sem ég er þessu algerlega ósammála.

Lítum nú aðeins á síðastliðin tvö kjörtímabil eða svo, hvað helst hefur gerst í atvinnumálum. Fyrst það neikvæða, svo það jákvæða.

Ég tel að helstu láhrifavaldarnir hafi verið:

1. Snjóflóðin

Snjóflóðin 1994 og 1995 höfðu slæm áhrif á hugarfar til búsetu á vestfjörðum.

Það þótti mörgum merkilegt ef nýjar fjölskyldur fluttu vestur í kjölfar snjóflóðanna og alveg sérstaklega ef sömu aðilar keyptu sér strax hús, þannig var hugarfarið. Fólki fækkaði vegna snjóflóðanna því margir fluttu í burtu. Auk þess lagðist byggð af í norðanverðum Hnífsdal vegna uppkaupa húsa. Allt hafði þetta verulega neikvæð áhrif.

2. Hnignun útgerðar og fiskvinnslu

Undanfarin ár hafa verið mörgum útgerðarbæjum mikil niðurlægingarár. Ísafjarðarbær, sem auk þess að vera vagga rækjuveiða og vinnslu á Íslandi, átti sína stóriðju í bolfiskvinnslu og útgerð, hefur því ekki farið varhluta af þeirri þróun. Helsta ástæðan, kvótasala af svæðinu og minni fiskveiðar á landinu í heild.

Stærstu áföllin urðu 2002 þegar m.a. Básafell var selt og gífurlegar fiskveiðiheimildir fóru í aðra landshluta. Bara þetta ár hurfu frá Ísafirði fimm alvöru togarar auk annara smærri skipa. Þetta hafði og hefur enn víðtæk áhrif á fasteignaverð og atvinnulíf bæjarfélagsins, ekki síst þjónustugreinar eins og vélsmiðjur, rafmagnsverkstæðin og verslunina.

Störfum í fiskvinnslu og útgerð fækkaði í kjölfarið. Hluti af ástæðu fyrir fækkun starfa er reyndar aukin vélvæðing.

Ísfirðingar vöknuðu upp við það, í ársbyrjun 2003,að á eyrinni við Skutulsfjörð stóðu 9000 m2 af atvinnuhúsnæði auð og verkefnalaus.

Ég er ekki viss um að Ísfirðingar hafi í annan tíma vaknað upp við verri draum.

Setning laga um eignarhald og ráðstöfun fiskveiðiheimilda, verða hinsvegar ekki skrifuð á kostnað bæjarstjórnar.

3. Hugarfarið sem þessu óhjákvæmilega fylgdi.

Það þarf engan að undra þótt hugarfar bæjarbúa hafi verið hálf lamað í kjölfar allra þessara hremminga og fólk hafi um tíma haft vantrú á framtíð staðarins. Lái því hver sem vill.

Frammistaða bæjarstjórnar og bæjarstjóra:

Þegar þrengir að, er leitað nýrra leiða.

Núverandi meirihluti með Halldór Halldórsson bæjarstjóra og Birnu Lárusdóttir í broddi fylkingar, hafa setið síðastliðin tvö kjörtímabil og því fengið afar erfitt hlutskipti hvað atvinnumál varðar. Að mínu viti hefur verið aðdáunarvert hve vel hefur tekist til, þrátt fyrir það sem á undan er rakið, enda kom Halldór eins og sólargeisli til starfa og af hans vörum heyrist aldrei neikvæðni né bölmóður, heldur er hann alltaf fullur bjartsýni.

Ég tel að bæjarstjórnin hafi tekist á við þessi mál af krafti. Sveitarfélagið lagði áherslu á uppbyggingu í rannsóknar- og háskólageiranum, fræðslumál almennt, umhverfismál og aðra þá þætti sem bættu hér umhverfið. Hefur nokkur gleymt því hvaða þýðingu það hafði er hér hófst nám á háskólastigi fyrir hjúkrunarfræðinga. Ásýnd bæjarins hefur gjörbreyst til batnaðar, biðlistum dagheimila verið eytt, grunnskólinn einsettur og bættur til muna og enn er blásið þar til sóknar, framtíðinni til hagsbóta. Bættur grunnskóli er öðru betri til að bæta búsetuskilyrði.

Háskólamálin eiga vafalítið eftir að valda byltingu í bæjarfélaginu.

Ferðamálum hefur verið lagt lið og árangur náðst, t.d. fjölgar viðkomum skemmtiferðaskipa jafnt og þétt. Í kjölfar alls þessa fóru fyrirtæki að takast á við sín mál af enn meiri bjartsýni t.d. kvótakaup, útgerð smábáta sem jókst og hefur skapað mikla atvinnu.

Bæjarstjórn kom að samstarfi um lóðamál varðandi Neista sem hafði mikla þýðingu fyrir atvinnulífið þegar lægðin var hvað mest, hún kom að samstarfi um uppbyggingu Tónlistarskólans, átti sinn stóra þátt í að koma á fót Atvinnuþróunarsetri Vestfjarða, lækkaði byggingarleyfisgjöld og lét skipuleggja nýjar byggingalóðir, bæði fyrir atvinnu og íbúðahúsnæði, sem um árabil hafði því miður ekki verið sinnt sem skildi.

Allt átti þetta sinn þátt í því að til bæjarins komu Samkaup, Bónus og Húsasmiðjan, bæjarbúum til ómældra hagsbóta.

Hvað er í pípunum?

Núna er viðbygging grunnskólans á útboðsstigi, sem mun þýða enn betri búsetuskilyrði. Áframhaldandi uppbygging í háskólamálum. Stofnun rannsóknarseturs í haffræði. Bygging nýrrar sundlaugar er í athugun ásamt byggingu nýs hjúkrunarheimilis og áfram mætti lengi telja.

Er brýnt að skipta um meirihluta?

Mitt svar er nei.

Bæjarfélagið er meira en samkeppnisfært við önnur bæjarfélög af svipaðri stærðargráðu hvað varðar búsetuskilyrði og fjölskylduvænleika.

Það er flestum bæjarfélögum ríkara af félagslífi og menningu.

Það hefur tekisð stakkaskiptum hvað fegrun og umhirðu varðar.

Sala O.V. var auðvitað umdeild en gaf bæjarfélaginu byr og svigrúm sem vel hefur verið nýtt af hálfu meirihlutans.

Pólitískur stöðugleiki hefur einkennt þennan meirihluta frá 1998 sem þýðir að bæjarfulltrúar hafa haft starfsfrið til að vinna að málefnum bæjarfélagsins og þannig náð árangri fyrir þess hönd.

Hafa bæjarbúar nokkuð gleymt þeim uppákomum sem gjarnan einkenndu bæjarmálapólitíkina hér á árum áður og ollu því að DV og RÚV þurftu nánast að hafa fastafulltrúa í að fylgjast með ósætti og uppákomum hjá bæjarstjórn Ísafjarðar?

Hér hefur sannarlega verið brotið blað til hins betra.

Þökk sé núverandi bæjarstjórn.

Niðurlag:

Nú ber að þakka fráfarandi bæjarstjórnarfulltrúum óeigingjörn og vel unnin störf í þágu bæjarbúa, því þar hverfa af sviðinu reynslumikið dugnaðarfólk.

Um sameinaðan lista vinstri flokkanna til bæjarstjórnarkosningar vil ég segja, með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem hann prýðir, þar er í forystusætum reynslulítið fólk á sviði sveitarstjórnarmála ef frá er talinn Magnús Reynir, sem því miður virðist fastur í fortíð fyrri tíma.

Það er því engin vafi í mínum huga að Ísfirðingar eru lukkunnar pamfílar, svo lengi sem þeim gefst kostur á svo ágætu fólki til setu í meirihluta sem nú er.

Gleymum því ekki að Halldór Halldórsson og hans meirihluti, hafa í megindráttum, leikið þá tónlist sl.átta ár sem fólkið vill heyra, bæjarfélaginu til mikilla hagsbóta og vegsauka í samfélaginu.

Gleðilegt sumar kæru Ísfirðingar og gleðileg kosningaúrslit.

Ágúst Gíslason

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli