Frétt

Birna Lárusdóttir | 02.05.2006 | 10:10Fólk fyrir þig

Birna Lárusdóttir
Birna Lárusdóttir
Nú eru aðeins fjórar vikur til sveitarstjórnarkosninga og frambjóðendur keppast við að ná athygli kjósenda, í ræðu og riti. Boðskapur framboðanna er keimlíkur, áhersluatriðin um margt svipuð og jafnvel fleira sem sameinar en skilur að.

Sennilega hafa margir kjósendur þegar tekið afstöðu og litlu skiptir hvað sagt verður fram að kosningum – þeir munu sitja við sinn keip. En ætla má að um þriðjungur kjósenda sé enn óákveðinn. Kannski ert þú einn þeirra. Sá hópur mun fylgjast með umræðunni næstu vikur og einhverjir munu jafnvel ekki gera upp hug sinn fyrr en komið er inn í kjörklefann þann 27. maí.

Með farteskið fullt af reynslu

Þegar að því kemur að ákveða hverjir skuli hreppa atkvæðið þitt þá er mikilvægt að íhuga hvers megnug framboðin eru. Hvaða fólk mun koma hlutunum í verk? Hvaða oddvita er best treystandi til að draga vagninn og leiða Ísafjarðarbæ næstu fjögur árin?

Í mínum huga er svarið einfalt enda telst ég nú seint hlutlaus í þessum efnum! Á lista Sjálfstæðisflokksins i Ísafjarðarbæ er hópur fólks sem hefur sýnt það og sannað að hann er starfinu vaxinn. Mörg okkar hafa unnið að sveitarstjórnarmálum um árabil samhliða fjölbreyttum verkefnum. Aðrir á listanum eru að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum en eru með farteskið fullt af reynslu úr hinum ýmsu geirum samfélagsins. Við erum á öllum aldri og er yngsti frambjóðandinn einungis 18 ára og kýs nú í fyrsta sinn.

Oddviti með reynslu

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og oddviti listans, er í dag með reyndari og virtari sveitarstjórnarmönnum á landinu. Til hans leita sveitarstjórnarmenn úr öllum landshlutum sem og ráðamenn þjóðarinnar. Með hann í fararbroddi hefur Ísafjarðarbær haldið velli og dafnað sem öflugt sveitarfélag þrátt fyrir einstaklega erfið ytri skilyrði - ekki síst í atvinnumálunum. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn, undir stjórn Halldórs, hafa sett sér metnaðarfull en raunhæf markmið og náð þannig árangri fyrir samfélagið í heild.

Um leið og ég segi þetta dreg ég ekki fjöður yfir þá staðreynd að mikið er óunnið í sveitarfélaginu okkar. Sum verkefni hafa tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi - en eru þó langt komin, á meðan önnur hafa einfaldlega reynst okkur þung í skauti. En við erum hvergi af baki dottin og viljum glíma af krafti við þau verkefni eins lengi og tekur að koma þeim í höfn. Til þess höfum við samstilltan hóp frambjóðenda sem mun, með reynslu, bjartsýni og áræðni í vegarnesti, einhenda sér í verkið fái hann til þess umboð þitt.

Við erum fólk fyrir þig.

Birna Lárusdóttir er forseti bæjarstjórnar og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli