Frétt

bb.is | 01.05.2006 | 09:11Mikil hátíðarhöld á Ísafirði í dag

1. maí hátíðarhöld verða með veglegra móti á Ísafirði í dag í tilefni 100 ára afmælis fyrsta verkalýðsfélagsins á Ísafirði og þess að 90 ár eru frá stofnun Verkalýðsfélagsins Baldurs og Sjómannafélags Ísfirðinga.
1. maí hátíðarhöld verða með veglegra móti á Ísafirði í dag í tilefni 100 ára afmælis fyrsta verkalýðsfélagsins á Ísafirði og þess að 90 ár eru frá stofnun Verkalýðsfélagsins Baldurs og Sjómannafélags Ísfirðinga.
Líkt og vanalega verða hátíðarhöld á Ísafirði í dag í tilefni baráttudags verkalýðsins en í ár verða þau öllu veglegri en vanalega þar sem öld er liðin frá stofnun fyrsta verkalýðsfélagsins á Ísafirði og 90 ár frá stofnun Verkalýðsfélagsins Baldurs og Sjómannafélags Ísfirðinga. Lagt verður af stað í kröfugöngu kl. 14 frá Baldurshúsinu við Pólgötu og gengið að íþróttahúsinu á Torfnesi með lúðrasveit í fararbroddi. Í íþróttahúsinu verður dagskrá sem hefst með ræðu Kristjáns Gunnarssonar formanns Starfsgreinasambands Íslands. Að henni lokinni spilar lúðrasveit tónlistarskólans undir stjórn Madis Maekalle og því næst flytur Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur pistil. Elfar Logi Hannesson flytur stiklur úr einnar aldar baráttu og Karlakórinn Ernir syngur undir stjórn Mariolu Kowalczyk. Þá les Andri Snær Magnason rithöfundur úr bók sinni Draumalandið og hljómsveitin Apolló spilar. Kvikmyndasýningar fyrir börnin verða í Alþýðuhúsinu kl. 14 og 16:30. Kaffiveitingar verða í Guðmundarbúð að hátíðarfundi loknum.

Fyrsta verkalýðsfélagið var stofnað á Ísafirði fyrir rétt rúmri öld, þann 1. apríl 1906, og af því tilefni verður opnuð sýning á ljósmyndum úr 100 ára sögu á efri hæð Baldurshússins kl. 16:30. Opið verður til kl. 19 og síðan á skrifstofutíma út næstu viku.

Að venju verður einnig haldið uppá daginn á Suðureyri og fer kröfuganga af stað frá Brekkukoti kl. 14. Sundkeppni verður í sundlauginni og kaffiveitingar í Bjarnaborg. Örlygur Ásbjörnsson verður heiðraður og Jón Fanndal Þórðarson flytur ræðu dagsins. Börn munu syngja og spila á hljóðfæri og einnig mun Karlakórinn Ernir taka lagið.

gudrun@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli