Frétt

Magnús Reynir Guðmundsson | 27.04.2006 | 10:34Atvinna - öryggi - þjónusta

Magnús Reynir Guðmundsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.


Atvinna

Á tiltölulega stuttum tíma hefur orðið mikil breyting á atvinnulífi í Ísafjarðarbæ. Mörg og sterk sjávarútvegsfyrirtæki, sem miðluðu verkefnum og fjármagni út í samfélagið, hafa horfið af sjónarsviðinu og afleiðingin orðið sú, að fyrirtæki, sem byggðu á þjónustu við sjávarútveginn hafa misst verkefni og orðið að draga saman seglin eða hætta starfsemi. Þótt ýmislegt hafi komið í staðinn, hafa fjölmargir bæjarbúar misst atvinnu sína og sumir flutt á brott, aðallega til Reykjavíkur og nágrennis. Margt af því fólki sem flutt hefur frá Ísafjarðarbæ hafði alls ekki ætlað sér að flytja, en þegar atvinna við hæfi var ekki lengur til staðar var ekki um annað að ræða.

Þótt sveitarfélög eigi helst ekki að standi í atvinnurekstri, umfram lögboðin og önnur sjálfsögð verkefni, þurfa sveitarstjórnir að leggja allan sinn kraft í að skapa þau ytri skilyrði, sem laða að fyrirtæki og framtak. Í Ísafjarðarbæ hefur of lítil áhersla verið lögð á atvinnumálin og á því þarf að verða breyting á komandi kjörtímabili. Í-listinn mun, ef hann kemst til áhrifa, leggja mikinn þunga í atvinnumálin og leitast við að laða fyrirtæki og verkefni til bæjarins með það að leiðarljósi, að fólk, sem nýtur þess að búa í Ísafjarðarbæ við þau lífsgæði sem bærinn hefur annars uppá að bjóða, þurfi ekki að flytjast á brott vegna þess að það fær ekki atvinnu við hæfi.

Öryggi

Fátt er mikilvægara í lífinu en að geta búið við öryggi fyrir sig og sína. Eitt mikilvægasta öryggisatriðið er trúlega heilsugæslan og aðgangur að góðum læknum og hjúkrunarfólki, ef á þarf að halda. Þá ber að nefna hjálparsveitirnar sem gegna ómetanlegu stafi fyrir samborgara sína. En það eru fleiri öryggisþættir sem þarf að huga að. Hvað með öryggi eldra fólksins, fatlaðra og annarra sem þurfa á sérstakri umhyggju að halda ? Ísafjarðarbær hefur sérstakar skyldur gagnvart þessum hópum.

Hvað varðar aldraða þá verða þeir að geta horft björtum augum til elliáranna, þurfa að geta treyst því að bæjarfélagið hafi upp á að bjóða þjónustu við hæfi, ef á þarf að halda. Hjúkrunarheimili á Ísafirði er á framkvæmdalista Í-listans, því fólk verður nú eldra en áður og þarf því frekar á hjúkrunarþjónustu að halda. Þau úrræði sem boðið er upp á í dag eru ófullnægjandi. Þá þarf eldra fólk, sem ekki getur átt sína eigin íbúð, að eiga kost á leiguíbúðum, t.d. á Hlíf I, sem byggð var í þessu skyni og alls ekki ætluð sem söluvara. Það þarf einnig að sjá til þess að þjónustugjöld á Hlíf og önnur þjónustugjöld sem Ísafjarðarbær innheimtir af eldra fólki og öryrkjum, hækki ekki umfram eðlilegar verðlagshækkanir í þjóðfélaginu, en slíkt hefur því miður gerst á núverandi kjörtímabili. Ferlimál fatlaðra er stórt og mikið réttlætis-og öryggismál fyrir þá sem ekki komast leiðar sinnar nema í hjólastólum. Lélegar gangstéttir, engar aða ófullnægjandi skábrautir og aðgangi að byggingum, t.d. innri hurðir í Stjórnsýslu- húsinu sem þarf að breyta í rennihurðir, allt eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fleiri öryggismál þarf að ræða, en bíður betri tíma.

Þjónusta

Hjá Ísafjarðarbæ starfa á fimmta hundrað manns við hin margvíslegustu störf. Allt eru þetta þjónustustörf, öll jafn mikilvæg að mínum dómi. Þjónusta Ísafjarðarbæjar hlýtur að vera til umræðu á öllum tímum. Skipulag þjónustunnar ræðst í bæjarstjórn, en framkvæmdin ræðst af framgöngu bæjarstjóra og helstu undirmanna hans. Það er mikilvægt að lykilmenn bæjarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi og hafi ávallt í huga að þeir eru starfsmenn þess fólks sem þeir eru að þjóna. Eftirlit með þjónustu Ísafjarðarbæjar verður að vera virkt. Það verður að vera tryggt, að þeir sem leita eftir lögboðinni þjónustu eða annarri þeirri þjónustu, sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita, mæti ávallt hlýju viðmóti og þjónustulund hjá starfsfólkinu. Þá þurfa erindi, sem ætluð eru bæjarráði eða fagnefndum að fá eins hraða afgreiðslu og frekast er unnt. Í-listinn mun kappkosta að hafa þjónustuna við bæjarbúa fullnægjandi, fái hann einhverju ráðið þar um, og leggja metnað sinn í að einfalda og hraða afgreiðslum mála. Í-listinn í þína þágu.

Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi.
Höfundur skipar 2. sæti á Í-lista.bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli