Frétt

Frelsi.is | 17.12.2001 | 20:30Siðferði markaðshyggjunnar

Sigurður fjallaði um frelsi einstaklinganna. Sagði hann rök þeirra, sem styðja afskiptaleysi ríkisins á sviði viðskipta, byggja á þeirri skoðun að mennirnir væru skynsemisverur. Þeir geti ráðið ráðum sínum sjálfir og þegar afskiptum hins opinbera sleppir þá komi sjálfsagi og skynsemi einstaklinganna til.
Sigurður sagði að í viðskiptum þyrfti að vera siðferðislegt aðhald. Svona ætti þetta að vera en hafi aldrei orðið. Vitnaði hann meðal annars í sína eigin reynslu af viðskiptum, sem hann viðurkenndi að væri ekki mikil, og að sú reynsla hafi ekki verið byggð á háleitum siðferðislegum grunni.

„Æstustu og siðlausir markaðshyggjumenn – hvað eru þeir að biðja um? Þeir eru að kalla yfir sig eftirlitsríkið og reglugerðaríki“ sagði Sigurður af þessu tilefni. „Það eru ekki sósíalistarnir sem eyðileggja markaðinn, það eru markaðssinnarnir sjálfir.“

Af þessum sökum réttlætti Sigurður meiri afskipti hins opinbera af einstaklingunum; þeir hefðu ekki þann siðferðislega grunn til að geta stundað heiðarleg viðskipti. Siðferðislegt aðhald hins opinbera bæri að koma þar inn í.

Ef Sigurður hefði rétt fyrir sér mætti halda að engin viðskipti hefðu verið stunduð áður en ríkisvaldið kom til sögunnar. Hann þekkir tíma íslenska þjóðveldisins frá 930-1262 einna best núlifandi manna, en þar náðu einstaklingar að verja rétt sinn og stunda viðskipti án þess að beita ríkisvaldi. Siðferðið kemur nefnilega ekki með ríkisvaldinu, enda mýmörg dæmi um hið gagnstæða. Viðskipti við ríkið byggir á þvingun og siðferði er því ekki eins verðmætt og á markaði frjálsra manna.

Ef einstaklingarnir væru siðlausir gæti markaðshagkerfið ekki gengið upp og frjáls viðskipti leggðust af. Viðskipti eru þess eðlis að þau eru frjáls; þú stundar ekki viðskipti við þá sem þú ekki treystir eða svíkja. Ef svik eru stunduð lifa menn ekki af í samkeppni við aðra.

Einfaldast leiðin til að hrekja þessar alhæfingar Sigurðar er að biðja lesendur um að líta í kringum sig. Hvernig kemur öllu þessu fólki svona vel saman og reynir eftir fremsta megni að uppfylla þarfir hvers annars? Vegna þess að allir hafa hag af því. Við eigum í viðskiptum á degi hverjum án teljandi erfiðleika eins og Sigurður virðist hafa lent í. Við kaupum í matinn, förum út að borða, setjum bensín á bílinn og leggjum sparnað okkar í banka. Ekki verðum við vör við siðlausa markaðssinna því þá myndum við ekki eiga þessi viðskipti.

Ríkið á að verja okkur ef brotið er á rétti okkar. Það hefur enga eftirlitsskyldu á frjálsum markaði því upp úr honum sprettur sjálfvirkt aðhald einstaklinganna sem þar starfa. Og það er skilvirkasta eftirlitið þó stjórnmálamenn séu sífellt að reyna að auka áhrif sín með söfnun upplýsinga og uppsetningu eftirlitskerfa, sem síðan má misbeita og gera viðskipti óhagkvæm. Það minnkar velferð borgaranna.

Það má því enda þennan pistil á því að rifja upp söguna frá sautjándu öld þegar franskur stjórnmálamaður, sem aðhylltist kaupauðgisstefnunni, spurði hóp athafnamanna hvað hann gæti gert fyrir þá. „Laissez nous fair“ eða „láttu okkur í friði“ sagði þá einn þeirra, Legendre að nafni. Afskipti ríkisvaldsins gera engum gott.
BjG
Pistill á Frelsi.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli