Frétt

Elías Jónatansson | 26.04.2006 | 08:50Jarðgöng undir Óshlíð í einni framkvæmd!

Af óskiljanlegum ástæðum hefur undirritaður verið ásakaður um að vilja eingöngu leysa hluta vandans á Óshlíð, með einum 1200 metra löngum göngum og skilja aðra hluta leiðarinnar eftir óvarðar. Þennan misskilning vil ég leiðrétta. Það hefur í mínum huga aldrei komið til greina að leysa samgöngur um Óshlíð með þeim hætti að tryggja öryggið einungis á hluta leiðarinnar, heldur þurfi að koma til heildarlausn vandans. Þetta hef ég marg ítrekað.

Ég hef verið þeirrar skoðunar og er enn að besta lausnin til að leysa vandann sé að gera það í einum samfelldum jarðgöngum frá Bolungarvík í Hnífsdal, en auk þess að tryggja fullt öryggi, þá er það stysta leiðin.

Kemur þetta fram í grein minni “Að sækja vatnið yfir lækinn” á bb.is fyrir rúmlega ári síðan.

Í annarri grein, “Samgöngubætur á Óshlíð” á bb.is, þann 21. sept. sl. kemur fram að mikilvægt sé að setja fram tímasetta áætlun um að afgreiða Óshlíðina í eitt skipti fyrir öll.

Þá segir í grein minni á bb.is, þann 20. janúar sl. “Rannsóknarboranir að hefjast í Óshyrnu“, að að því gefnu að fullu öryggi sé náð, þá sé mikilvægast að leiðirnar séu sem stystar, en stysta leiðin næst einmitt með einum 5,3 km löngum göngum frá Bolungarvík í Hnífsdal.

Það er því engum vafa undirorpið að þetta tel ég bestu leiðina, þar sem hún bæði tryggir fullt öryggi og er styst. Tillögur um leiðir sem ekki tryggja fullt öryggi, verða ekki studdar af undirrituðum. Þetta hefur einnig verið verið marg ítrekað m.a. á fundi um samgöngumál, í Bolungarvík.

Samgönguráðherra er sammála heildarlausn

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, hefur lýst því yfir í umræðum á Alþingi varðandi Óshlíð, að engin önnur leið verði valin, en sú sem tryggt geti sem allra best öryggi á þeirri leið. Endanleg ákvörðun um jarðgöng verði hins vegar ekki tekin fyrr en niðurstöður rannsókna liggi fyrir.

Það er engin leið að skilja orð ráðherrans öðruvísi en svo að til standi að gera tillögu að fullnaðarlausn alla leið. Undir það sjónarmið taka sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, og Kristinn H. Gunnarsson alþm., í sömu umræðum á Alþingi.

Ég tel fulla ástæðu til að fagna þessum sterku yfirlýsingum ráðherra og annarra stjórnarliða á Alþingi, sem sýna berlega að þeirra hugur stendur til að fá málinu farsælan endi.

Tillaga um framkvæmdir innan tíðar

Fyrstu rannsóknum er nú lokið á Óshlíð og voru boraðar rannsóknarholur í Óshyrnu, Arafjall og Búðarhyrnu, þ.e.a.s. fjöllin þrjú á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, auk þess sem gerðar voru fleiri rannsóknir, vegna gangamunna. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að verið er að horfa til heildarlausnar.
Vegagerðin fær þessi gögn væntanlega til yfirferðar og gerir tillögur í framhaldi af því, eða óskar eftir frekari rannsóknum eftir því sem þörf krefur.

Ég tel í ljósi þeirra yfirlýsinga sem samgönguráðherra hefur gefið, að fullljóst sé, að innan tíðar verði gerð tillaga að framkvæmdum sem tryggja fullt öryggi alla leið.

Bolungarvík í apríl 2006
Elías Jónatansson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík og
skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vorbb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli