Frétt

Pálína Vagnsdóttir | 24.04.2006 | 19:01Góð vísa er aldrei of oft kveðin

Pálína Vagnsdóttir.
Pálína Vagnsdóttir.
Það gladdi mitt stóra vestfirska hjarta þegar ég las á heimasíðu Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem hann segir: „Hins vegar er ég algjörlega þeirrar skoðunar að ekki sé fullnægjandi að gera einungis göng undir Óshyrnu, staðnæmast þar og ætla sér að nota Óshlíðina að öðru leyti áfram. Það verður að fara alla leið í einum göngum og rannsóknir sem nú standa yfir verða að gera ráð fyrir öllum mögulegum leiðum þannig að besta leiðin verði fyrir valinu að lokum. Það er klárlega stuðningur meðal landsmanna við að bæta þessar samgöngur og þess vegna á ríkisstjórnin að klára málið alveg. Vegur hangandi utan í snarbrattri hlíð sem sjórinn lemur á alla daga ársins er einfaldlega úrelt fyrirbæri þegar aðrar leiðir eins og jarðgöng eru valkostur á móti. Ljúkum þessu verki og tengjum byggðarlögin almennilega sama.“ Ég fagna heilshugar þessari yfirlýsingu bæjarstjórans í byggðakjarna Vestfjarða. Nú tölum við sama máli „maðurinn í brúnni“ og ég. Nú er ég ánægð með hann.

Við Vestfirðingar verðum að vera óhrædd að tjá vilja okkar í einum mikilvægasta málaflokknum, samgöngumálum. Guðni Geir Jóhannesson Ísafjarðabæ, Ómar Jónsson Súðavík, Soffía Vagnsdóttir Bolungarvík og fleiri sveitarstjórnarmenn hafa áður tjáð óhrædd skýran vilja sinn í þessum málaflokki sem er ein göng alla leið á milli þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum. Auðvitað þarf vilji okkar Vestfirðinga að vera þverpólitískur, víðtækur og skýr svo að mark sé tekið á honum. Það hefur verið erfitt hingað til að taka mark á vilja okkar í samgöngumálum á meðan við erum enn að bítast um hvaða leið sé best að fara. Við ákveðum það hvort sem er ekki, ekki hinn almenni borgari. Þá ákvörðun eiga sérfræðingar einir að taka. Við verðum samt að gera okkur grein fyrir að nú er einungis verið að kanna þessa einu leið,1200m löng göng að Einbúa og ekkert annað er uppi á borðinu.

Sveitarstjórnarmenn þurfa að þrýsta á að aðrar leiðir verði rannsakaðar, fyrr vitum við ekki hvaða leið er álitlegust. Þegar sérfræðingarnir hafa svo selt okkur hvaða leið er best eigum við að beina sameiginlegum kröftum okkar í að berjast fyrir einum göngum, alla leið á milli þéttbýlisstaða og þá er alveg sama hvað bæjarfélagið heitir. Nú er rétti tíminn til beyta sér í mikilvægri baráttu, baráttunni fyrir betri samgöngum svo að mestu mistök í samgöngumálum Vestfirðinga verði ekki að raunveruleika. Gleymum því ekki að ef að þau verða gerð verða þau aldrei aftur tekin.

Það hefur áður komið fram í skýrslu Hagfræðistofnunar um forgangsröðun í samgöngum að „vegasamgöngur á Vestfjörðum uppfylla ekki þær lágmarksgrunnþarfir sem samfélög krefjast í dag“. Þar segir jafnframt að „vegasamgöngur á Íslandi séu skemmst á veg komnar á Vestfjörðum og Norðausturlandi“. Það er ekki skrýtið að landinn sem ekki þekkir til hér fyrir vestan haldi, að ef þessi 1200 m langi gangnabútur, sem verið hefur í umræðunni, verði gerður, séu komin göng til Bolungarvíkur. Ég segi þetta þegar að ég sé haft opinberlega eftir mönnum eins og bæjarstjóra Bolungarvíkur Einari Péturssyni í viðtali á bb.is þar sem hann segir: „að minnistæðasti viðburður á líðandi kjörtímabili sé ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera jarðgöng til Bolungarvíkur. Það stendur upp úr af stóru viðburðunum“, segir Einar. Þetta er bara ekki satt. Þetta yrðu engin „göng“ til og frá Bolungarvík. Okkur sem vitum betur ber skylda til þess að leiðrétta þessa ranglega túlkuðu sýn svo að landinn viti hvað er satt og rétt í þessu máli.

Þegar rætt er um þennan 1200m langa bút er verið að ræða ákveðna lausn á minna en einum þriðja leiðarinnar til og frá Bolungarvík. Ekki myndi ég vilja vera sú sem væri að hvetja samgönguráðherra út í þessa aðgerð og þurfa síðan að tilkynna honum síðar að því miður sé Óshlíðin lokuð vegna snjóflóðs og/eða grjóthruns því að þrátt fyrir 1200m langan gangnabút þá verður öryggi vegfarenda á leiðinni til og frá Bolungarvík engan veginn tryggt með þessari framkvæmd. Þessi framkvæmd myndi staðfesta það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar um forgangsröðun í samgöngum að vegasamgöngur á Vestfjörðum myndu enn „ekki uppfylla þær lágmarksgrunnþarfir sem samfélög krefjast í dag“. Öryggi vegfarenda yrði ekki sett í fyrsta sæti.

Nú þegar kostningar eru framundan þá skora ég á sveitarstjórnarmenn að gleyma því ekki að kjósendur ákveða hverjir koma til með að verða boðberar vilja Vestfirðinga. Ég hefur tröllatrúa á Vestfirskum kjósendum. Ég treysti því að þeir kjósi þá til að leiða í sveitarstjórnarmálum sem eru tilbúnir til að berjast fyrir einum göngum alla leið á milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum. Vestfirskir kjósendur látið heyra í ykkur.

Pálína Vagnsdóttir.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli