Frétt

Stakkur 19. tbl. 2006 | 10.05.2006 | 10:42Framtíð flugvallar í Reykjavík

Þótt undarlega komi fyrir sjónir er hægt að hafa nokkra skemmtan af umræðunni um framtíð flugvallarins í Reykjavík. Þar hefur hann verið síðan í upphafi stríðs í hálfan sjöunda áratug og þjónað íbúum Íslands og Reykvíkingum jafnt. Millilandaflug fór um þennan ágæta völl þar til Loftleiðir keyptu stóru skrúfuþoturnar með Rolls Royce hreyflunum og flugu þá til og frá Íslandi um flugvöllinn á Miðnesheiði, sem kenndur er við Keflavík. Við sem fljúgum um Ísland kunnum að meta flugvöllinn í Vatnsmýrinni.

Hann er aðgönguhlið okkar að þjónustu sem veitt er af hálfu ríkisins eða í raun ríkisstjórnarinnar í Reykjavík. Einfaldasta lausnin á þeim tilbúnu vandamálum sem tengd eru innanlandsflugi er sú að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað eins og þegar hefur verið staðfest í samgönguáætlun. Vilji Reykvíkingar og kjörnir fulltrúar í borgarstjórn ekki hafa flugvöllinn lengur, þá það. Lausnin er þá enn einfaldari, að flytja miðstöð alls flugs á Íslandi til Keflavíkur. Þá þarf ekki að kosta rekstur flugvallar í Reykjavík. Nú er ljóst að Íslendingar verða að reka Keflavíkurflugvöll einir, án fjár frá Bandaríkjunum. Öll rök skynsemi hníga að því að rétt sé að nýta tækifærið og flytja allt flug frá Reykjavík sem fyrr segir. Aðstaðan er fyrir hendi.

Þessu tilstandi myndu að vísu fylgja nokkur óþægindi. Lengra verður fyrir okkur landsbyggðarfólk að sækja til Reykjavíkur og ljóst að ærin verður fyrirhöfnin sé veður og útlit slæmt. Mörgum klukkustundum yrði varið í bíl eða rútu á Reykjanesbraut. Slíkt væri tímasóun. Þá er annar kostur í stöðunni. Um leið og eftirsótt land undir byggð pólitískt rétt hugsandi Reykvíkinga fengist í Vatnsmýrinni væri tilvalið að auka enn byggð fyrir slíka menningarvita í Reykjavík með því að fara að hugmynd sem fyrrum sýslumaður á Ísafirði setti fram við flugvallarkosningarnar í Reykjavík um árið í Morgunblaðsgrein. Hann vildi flytja stjórnsýsluna til Keflavíkur. Vert er að huga nú að þessum kosti um leið og blínt er á nýja stjórnarráðsbyggingu í Reykjavík. Brotthvarf varnarliðsins breytir mörgu.

Niðurstaðan yrði sú að ,,rétt” hugsandi miðbæjarpólitíkusar og áhangendur þeirra fá sitt, land til að byggja draumahverfi, sæti á hverfiskránni og hlaupa í næstu bókabúð til að ná sér í rétta lesefnið. Reykjavík einangrast að vísu, en hvað varðar þetta fólk um aðra íbúa Íslands? Vitlausasta hugmyndin væri sú, rætist þessi umdeilanlega niðurstaða, að búa til nýjan flugvöll á Lönguskerjum eða Hólmsheiði. Hve skammur tími líður uns meira land vantar undir hús?

Galli er þó að nýja hátæknisjúkrahúsið á að rísa við Vatnsmýrina. Hagur þeirra er nýta sjúkraflug versnar. Er ekki rétt að reisa það í Keflavík vilji Reykvíkingar ekki bera skyldur höfuðborgar?

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli