Frétt

Stakkur 18. tbl. 2006 | 04.05.2006 | 10:41Mávagarðurinn og olían

Síðast var vikið að því hvort búast mætti við venjubundnum flokkadráttum í komandi kosningabaráttu. Vissulega er gleðiefni að samstaða skyldi nást meðal kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um nýjan stað fyrir olíubirgðastöð á Ísafirði. Fárra kosta er völ á hafnarsvæðinu að breyttu skipulagi. Hinu verður ekki neitað að tæpast telst það eftirsóknarvert að olía skuli geymd nánast því í íbúahverfi. Forsagan er að sjálfsögðu hinu nánu tengsl sjávarútvegs og íbúabyggðar á Ísafirði. Voru ekki aðrir kostir í boði?

Gera má ráð fyrir því að svarið verði eitt og hið sama hjá B, D og Í lista eða hvað? Mörgum kjósendum þykja stefnumál hins nýja Í lista opinberast seint og stutt í kosningar, ekki nema rúmar 3 vikur þar til úrslit ráðast. Hver eru stefnumálin, kannski þau sömu og hjá ráðandi flokkum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar? Er það ekki staðreynd að svigrúm til loforða, orða og athafna sé í raun orðið afar lítið hjá sveitarfélögum víða um land, jafnt á Vestfjörðum og annars staðar utan iðunnar á suðvesturhorni Íslands? Þótt Ísafjarðarbær sé stærsta samfélagið undir hatti einnar sveitarstjórnar á Vestfjörðum með meira en helming allra íbúa hins gamla fjórðungs undir stjórnsýslu sinni er svigrúmið lítið, því miður.

Kannski er það ástæða þess að hinni nýju olíubirgðastöð verði valinn staður á Mávagarðinum. Vegna nándar við byggð hefur staðurinn samt ýmsa ókosti sé litið til starfseminnar. Nægir að líta til þess að frystihús hafa verið að breytast í íbúðarhús og það í grenndinni undanfarin ár. Ef til vill er um að ræða stærri og afdrifaríkari ákvörðun en fólk nú gerir sér grein fyrir. Hver er stefnan varðandi skipulag og íbúðabyggð næstu ár og áratugi? Kannski og reyndar áreiðanlega vantar svar við spurningunni um það hver verði þróun byggðar og íbúafjölda næstu árin á Ísafirði, í Ísafjarðarbæ og nágrenni. Með hvaða hætti þróast hún? Hvenær ætlar sveitarstjórn að svara þessari spurningu? Er kannski best að fljóta með og sjá hvert straumurinn ber okkur? Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að fljóta sofandi að feigðarósi og er gengið út frá því að öll atriði er skipta máli um stað fyrir nýja olíubirgðastöð hafi verið skoðuð ítarlega.

Er þá ekki rétt að leggja öll spilin á borðið fyrir kosningar svo sjá megi rökin fyrir þessari órofa samstöðu allra framboða á Ísafirði? Lofið kjósendum að sjá rökin og meta. Ekki það að valið sé mikið þegar svo háttar til að allir frambjóðendur eru á sama máli. En þessi ákvörðun er afdrifarík og verðu vart breytt í bráð eftir að farmkvæmdir hefjast. Sé ætlunin sú að skapa þá ímynd af Vestfjörðum að náttúran og hreinleikinn sé í fyrirrúmi, er enn færi til að hugsa málið að nýju. Er ekki rétt að gera svo?

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli