Frétt

Leiðari 18. tbl. 2006 | 04.05.2006 | 10:36Perlan Vestfirðir

Á morgun hefst í Perlunni í Reykjavík sýningin Perlan Vestfirðir, sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stendur fyrir í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða. Sýningin stendur yfir dagana 5. til 7. maí. Svo sem ráða má af nafni sýningarinnar er markmiðið að kynna Vestfirði á breiðum grundvelli; benda öðrum landsmönnum á staðreynd að hér er eftir mörgu að slægjast. Til að koma þessu öllu til skila svo vel fari þarf margar hendur; fjöldi sýnenda kemur því að verki, sveitarfélög fyrirtæki og einstaklingar.

Þetta er í annað sinn sem efnt til til sýningar af þessu tagi. Fyrri sýningin, sem fram fór maí 2002, heppnaðist framar björtustu vonum. Hátt í 20 þúsund gestir mættu í Perluna og ekki varð annað ráðið af viðtökum þeirra en að almenn ánægja hafi ríkt með sýninguna. Með hliðsjón af þeirri reynslu er rétt og skylt að taka þráðinn upp að nýju.

Þótt ekki liggi fyrir neinar formlegar samþykktir sveitarstjórna á Vestfjörðum bendir flest til að Vestfirðingar ætli að halda sig til hlés í álverskapphlaupinu, sem stóriðja á Íslandi virðist nær eingöngu snúast um. Þetta merkir þó ekki að Vesfirðingar ætli sér hjásetu með öllu. Þeirra stóriðja er á öðrum sviðum.

Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að nær 40% sumarferðalanga á Íslandi koma til Vestfjarða. Hér hefur orðið mikil breyting á frá því sem áður var. Sú mikla umfjöllun og kynning sem átt hefur sér stað um Vestfirði á undanförnum árum, um stórbrotna náttúru landshlutans, griðland Hornstranda og sérstöðu á margan hátt, á eflaust hvað mestan þátt í viðsnúningnum. Lofsamleg ummæli fjölda erlendra ferðalanga er hingað hafa komi vega þungt. Mikill meirihluti þeirra hefur hug á að koma aftur. Í sumar er von á fleiri skemmtiferðaskipum til Vestfjarða en nokkru sinni fyrr og á næsta ári stefnir í enn eitt metárið. Þessar heimsóknir hafa mikla þýðingu. Enginn sér fyrir endann á sjóstangaveiði útlendinga, ævintýri sem byrjar með af meiri krafti en nokkurn hafði órað fyrir. En gleymum því ekki að Hornstrandirnar einar og sér eru perla sem okkur ber að varðveita með öllum tiltækum ráðum.

Sýningin Perlan Vestfirðir er þarft framtak. Hún er tækifæri til vekja athygli á landshluta sem fjölmargir Íslendingar hafa aldrei augum litið og vita lítið meira um en mörg okkar um fjarlæg ríki; hún er tækifæri til að vekja athygli fjárfesta á því að fyrirtæki geta geta náð árangri utan borgríkisins á suðvestur horninu.

Útflutningsverðlaun forseta Íslands til ísfirska fyrirtækisins 3X-Stál ehf síðasta vetrardag tekur þar af allan vafa.
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli