Frétt

Stakkur 16. tbl. 2006 | 22.04.2006 | 12:01Aldrei fór ég suður – frábær skemmtun

Skíðavikan er að baki og sannaði gildi sitt enn á ný. Rokkhátíðin aldrei fór ég suður heppnaðist ótrúlega vel eina ferðina enn. Hátíðin sannar þá einföldu staðreynd að frumkvæði og hugmyndir einstaklinga eru betra veganesti en skipulag hins opinbera, ríkis og sveitar. En jafnframt sannast að fé hins opinbera í þessu tilviki bæjarins er betur varið til að styrkja hugmyndir og verk einstaklinga, en að reyna með stofnanabrag að koma á einhvers konar hátíð. Þeir feðgar Guðmundur Kristjánsson og Elías Örn Guðmundsson duttu á snjallræði yfir ölinu um árið og virkjuðu þessa frábæru hugmynd. Til hamingju Mugison og Muggi og við hin.

Rétt er að þakka bæjarstjórn fyrir hennar stuðning, styrktaraðilum og loks öllum þeim frábæru tónlistarmönnum, körlum og konum sem fram komu. Skíðahátíðin væri ekki svipur hjá sjón án þessara góðu gesta. Það sem meira er og allt of vanmetið um leið er að það sem mörgum, einkum af eldri kynslóðinni, finnst ekki menning þegar að tónlist kemur, rokkið og ýmsir vaxtarsprotar þess eiga svo sannarlega upp á pallborðið hjá þeim er sækja Ísafjörð heim um páska.

Athyglin teygir sig út í hinn stóra heim, þar sem margir áhugamenn fylgjast með því nýjasta í rokkinu og hvar það gerist. Væntanlega á tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem er tilvitnun í Bubba eftir að vaxa að vinsældum og gæðum á næstu árum. Þeir eiga skilið hrós sem smöluðu tónlistarmönnunum og fylgisveinum þeirra í rútu og fluttu þá vestur á föstudeginum þegar flug féll niður. En ekki var að sjá að rútuferðin hefði komið niður á spilagleðinni og söngnum, þvert á móti. Hins vegar voru það skondin tíðindi að Óli popp boðaði forföll vegna fiskigegndar og góðs afla. Það varð til að vekja athygli á því að þrátt fyrir allt er en byggt á sjósókn á Vestfjörðum.

Það eitt að fá útlendar hljómsveitir eins og I´m being good til að koma vestur á Ísafjörð um páska sýnir betur en margt annað hvernig hátíðin hefur fest sig í sessi. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með hvernig Rokkhátíð alþýðunnar þróast á næstu árum og ánægjulegt að tilvist hennar skuli nú vera fjárhagslega tryggð að minnsta kosti næstu tvö ár. Mikill menningarauki er að rokkhátíðinni og hún vekur einnig athygli á heimamönnum. Kan frá Bolungarvík kom nú fram eftir ríflega tvo áratugi og vakti upp gamlar minningar. Það er til margs að hlakka á næstu hátíðum.

Hins vegar bregður skugga á góðar minningar að þekktur borgari á Ísafirði skyldi slasast illa í Tungudal á Skírdegi. Honum eru færðar hugheilar óskir um besta mögulegan bata.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli