Frétt

Leiðari 16. tbl. 2006 | 22.04.2006 | 11:59Hér ætlum við að vera

,,Hér ætlum við að vera, annars værum við löngu farin“, er einarðlegt svar þeirra hjóna Hinriks Kristjánssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, á Flateyri, í opnuviðtali BB við þau fyrir nokkru: ,,Hér er gott að ala upp börn, hér er gott að vera, hér er gott fólk og ágætis mannlíf“, segir þetta dugmikla fólk, sem árið 1985 stofnaði lítið fjölskyldufyrirtæki, hóf útgerð og hefur allar götur síðan stefnt að settu marki þótt siglingin hafi stundum verið kröpp. Fiskvinnslan Kambur, sem þau hjón eiga nú og reka ásamt fleirum og útgerð nokkurra báta, ber því vitni að þegar viljinn og trúin á verkefnið eru fyrir hendi standa fjöllin ekki í vegi.

Útgerðarmanninum er ljós nauðsyn á samstöðu meðal Vestfirðinga: ,,Að mínu viti eflir það Ísafjörð sem þjónustukjarna (hins nýja Ísafjarðarbæjar) að hafa þorpin í kring sæmilega sterk, alveg eins og það er mikilvægt fyrir þorpin að Ísafjörður blómstri og dafni.“

Þetta er laukrétt afstaða hjá útgerðarmanninum á Flateyri, sem réttilega bendir á að í þorpunum, sem hann kallar svo, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, sem nú eru hluti Ísafjarðarbæjar, megi hafa uppi meiri væntingar um aukna útgerð og fiskvinnslu, sem einskonar mótvægi við skóla- og þjónustustigin, sem öðru fremur muni eflast í byggðakjarnanum.

Vestfirðingar hafa orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum toga. Snjóflóðin hjuggu skörð sem seint verða fyllt: ,,Það fækkaði um 100 manns (á Flateyri) eftir flóðið“, segir Hinrik og bætir við að síðan hafi heldur hallað á en hitt. En næðingurinn hefur ekki verið einátta. Um baráttuna við uppbyggingu fyrirtækisins kemst hann meðal annars svo að orði, að ,,þrátt fyrir kvótakerfið gekk þetta bara nokkuð vel og við náðum að fóta okkur í þessu“. (Vitnisburður um stjórnun fiskveiða á Íslandi?)

,,Vestfirðir voru eitt sinn með hæstu meðallaunin á landinu, sérstaklega þegar skuttogaravæðingin var sem mest. Þar höfum við misst vopn okkar og erum í dag með lægstu meðallaun á landinu. Þetta er hlutur sem við verðum að sigrast á, að geta hækkað hér laun svo að hægt sé að fá fólk í þessi störf“ er viðhorf útgerðar- og fiskvinnslumanns, sem greinilega er reiðubúinn að leggjast á árarnar til að hefja Vestfirði til fyrri vegs og virðingar.

Vestfirðingar hafa mikið verk að vinna. Til að árangur náist þurfum við á framsæknu og dugmiklu fólki að halda; fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig; fólki sem er tilbúðið að segja: Hér ætlum við að vera.

Til að ná slíku fólki til okkar verðum við að standa saman, undir einu kjörorði: Vestfirðir í fyrsta sæti. Baráttan kann að verða ströng, en það er til mikils að vinna.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli