Frétt

bb.is | 17.12.2001 | 15:38Ísafjörður verði landsmiðstöð fjarlækninga

Frá stofnfundinum. Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir, sem kjörinn var stjórnarformaður, er lengst til hægri á myndinni.
Frá stofnfundinum. Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir, sem kjörinn var stjórnarformaður, er lengst til hægri á myndinni.
Fjarlækningastofnun Íslands ses.(sjálfseignarstofnun) var stofnuð á Ísafirði sl. föstudag. Markmið þeirra sem að henni standa er að Heilbrigðistofnunin Ísafjarðarbæ verði miðstöð fjarheilbrigðisþjónustu í landinu og að þar verði stundaðar lækningar og hjúkrun í gegnum netið og þróaðar aðferðir til slíkrar vinnu, þar sem saman fari læknislist og tölvutækni. Formaður Fjarlækningastofnunar Íslands var kjörinn Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir en aðrir í stjórn eru Ólafur Sigurðsson, Rúnar Óli Karlsson, Samúel J. Samúelsson og Örn Ingólfsson.
Tilgangur Fjarlækningastofnunar Íslands er að stuðla að nýrri þekkingu, aukinni menntun og þróun á tækni og aðferðum í fjarheilbrigðisþjónustu. Þessa tækni mætti síðan nota til að fjartengja sjúklinga og sjúklingahópa við heilbrigðisþjónustuna á gagnvirkan hátt með það fyrir augum að efla upplýsingagjöf og bæta hjúkrun og lækningar. Þá er stefnt að því að efla þjónustu heilsugæslustöðva í samvinnu við hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki hér á landi. Slíkt myndi m.a. styrkja núverandi starfsemi, efla rannsóknir og þróun og væntanlega fjölga atvinnutækifærum á þessu sviðum.

Rúnar Óli Karlsson, atvinnumálafulltrúi Ísafjarðarbæjar og einn stjórnarmanna, segir að starfsemi hinnar nýju stofnunar sé enn á hugmyndastigi en aðstæður séu um margt góðar á Vestfjörðum til að starfrækja miðstöð fjarlækninga. Bæði sé margt vel hæft fólk í heilbrigðisgeiranum í fjórðungnum, auk frumkvöðla í tölvutækni. Ísafjarðarbær sé talinn heppilegur til þróunar lausna á þessu sviði þar sem hann samanstendur af stórum kjarna ásamt minni byggðakjörnum með heilsugæslustöðvar og öldrunarheimili. Slíkt umhverfi þykir mjög hentugt til tilrauna á sviði fjarheilbrigðistækni. Milli þessara stofnana eru nú þegar töluverð netsamskipti sem hægt væri að þróa frekar.

Rúnar Óli segir að á Ísafirði séu nokkur fyrirtæki sem búa yfir mikilli þekkingu sem myndi nýtast í þróun hugbúnaðar og vélbúnaðar á þessu sviði. Mætti þar nefna Snerpu sem sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðar. Fyrirtækið hefur m.a. þróað hugbúnað sem kallast INmobil og er ætlaður til netsamskipta við skip og gæti nýst til fjarlækninga. POLS rafeindavörur sérhæfa sig í þróun hugbúnaðar og vélbúnaðar fyrir sjávarútveginn. Í fyrirtækinu er mikil þekking á þróun hvers kyns rafeindabúnaðar.

Að sögn Rúnars Óla voru í mars á þessu ári undirritaðar viljayfirlýsingar um samstarf milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar, Taugagreiningar, Framtíðartækni og SKÝRR. Einnig hafa fleiri aðilar sýnt verkefninu áhuga s.s. Flaga, Skyn, TelemedIce, eMR og doc.is. Segir Rúnar Óli næstu skref í málinu vera að sækja um fjármagn í hina ýmsu sjóði og tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn til að ráða starfsmann til að vinna að þeim hugmyndum sem fram hafa komið.

BB 27.11.2001
» Fjarlækningastofnun Íslands ses. að verða til

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli