Frétt

mbl.is | 21.04.2006 | 08:34Margir bóksalar óánægðir með framsetningu afsláttarávísunar Þjóðargjafar

Óánægja ríkir meðal margra bóksala með framsetningu á afsláttarávísun sem landsmenn hafa fengið í tilefni af viku bókarinnar en hún felst í því að aftan á ávísuninni birtast merki bókaverslana Pennans, Eymundssonar, Máls og menningar og Hagkaupa en ekki annarra bókabúða sem taka þátt í verkefninu. Að sögn Arndísar Sigurgeirsdóttur, bóksala í Iðu, er hún mjög óánægð með framsetningu, en hver bóksali greiðir jafnháa upphæð með hverri ávísun. Hún taldi þessa framsetningu ekki geta staðist samkeppnislög, á þeim grundvelli að í átaki sem þessu, þar sem margir aðilar eru þátttakendur, er viðskiptum beint til útvalinna þátttakenda og bætti hún því við að tími væri til kominn að samkeppnisyfirvöld könnuðu þetta mál.

Auk fyrrnefndra merkja er einnig merki þar sem stendur Bókabúðirnar. Arndís kannaðist ekki við þetta merki og taldi þetta vera skírskotun í þær bókabúðir sem nefndar eru á miðanum. Aðspurð hvort hún hefði leitað svara hjá umsjónarmönnum verkefnisins sagði hún að forsvarsmenn Félags íslenskra bókaútgefenda hefðu talið þessa framsetningu vera mistök en lýsti engu að síður ánægju sinni með verkefnið að öðru leyti.

Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Bóksölu stúdenta, sagði að ekki hefði komið fram í kynningu á verkefninu að ákveðnum söluaðilum yrði hampað á miðanum. Hann taldi að jafnræðis væri ekki gætt með þessari framsetningu og gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna þessum aðilum væri hampað fremur en öðrum. Hann hefði leitað svara hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda og þar hefðu menn talið þetta vera óheppilegt mál en ekki skýrt það frekar. Sigurður hafði sömu sögu að segja og Arndís um Bókabúða-merkið, hann hafði aldrei séð það áður og sagði þetta merki ekki gefa neitt til kynna.

Kristján B. Jónasson, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sagði að merki þessara aðila hefði verið birt vegna þess að þeir hefðu borið sig eftir björginni og sóst eftir því í byrjun en öllum hefði verið frjálst að hafa sitt merki þar. Aðspurður hvort þeir hefðu fengið merki sín birt í krafti stærðar sinnar sagði Kristján málið ekki snúast um það, heppilegast hefði verið að birta ekki nein merki. Um þá gagnrýni að merkið Bókabúðirnar hefði aldrei sést áður og væri neytendum algjörlega ókunnugt sagði Kristján að það hefði verið búið til af auglýsingastofunni og hönnunaraðilum miðans. Hann viðurkenndi að þetta merki hefði aldrei birst áður en sagði það minna á þá fjölmörgu aðila sem einnig væru þátttakendur í átakinu. Hann sagði að hugsunin á bakvið merkið væri sú að þetta væri regnhlíf yfir alla bóksala á landinu og að koma í veg fyrir að miðinn yrði þakinn merkjum.

Kristján sagði að Félag íslenskra bókaútgefenda og styrktaraðili átaksins hefðu greitt fyrir allt kynningarefni og öllum þátttakendum væri frjálst að nota það sér að kostnaðarlausu og bætti hann því við að merki bóksala kæmu hvergi fram í neinum auglýsingum átaksins. Kristján sagði að sér þætti leitt að þetta mál hefði komið upp, þetta hefðu verið mistök og varpað skugga á þetta skemmtilega þjóðþrifaverkefni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli