Frétt

Elías Jónatansson | 18.04.2006 | 11:55Öldrunarmál í öndvegi

Elías Jónatansson.
Elías Jónatansson.
Hækkun lífaldurs beggja kynja ásamt minni barneignum, hefur bein áhrif á samsetningu þjóðfélagsins. Það þarf því engan að undra að bæði ríki og sveitarfélög þurfi að gefa öldruðum, hlutfallslega meiri gaum en áður. Þessa sjáum við nú m.a. merki í vaxandi áherslu á öldrunarmál. Nægjusemi aldamótakynslóðarinnar hefur eflaust haft sín áhrif á stöðuna eins og hún er. Af þeirri kynslóð getum við margt lært, ekki síst nægjusemi. Nýjar kynslóðir gera hins vegar meiri kröfur sér til handa og foreldrum sínum, varðandi aðbúnað og lífsgæði á efri árum. Þess vegna eru öldrunarmál í brennidepli.

Valfrelsi einstaklingsins sjáfsákvörðunarrétturinn

Það er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að öllum henti sömu lausnir varðandi búsetu, þegar komið er á efri ár. Því er nauðsynlegt að tryggja öldruðum valfrelsi varðandi búsetuform. Einstaklingar/hjón, sem búið hafa í eigin húsnæði í áratugi eiga að geta það áfram, sem lengst. Þá er það eðlileg krafa hjóna að búa saman áfram meðan þess er nokkur kostur vegna heilsufars. Sumir vilja draga úr fjárhagslegri áhættu og leigja íverustað. Aðrir eru tilbúnir til að eiga eða leigja, en vilja hafa aðgang að ýmissi þjónustu, sem ekki telst til grunnþjónustu, sem þeir eru þá gjarnan tilbúnir að greiða fyrir. Hugmyndir um að styðja fólk í að dveljast sem lengst á eigin heimili, hljóta að spara fjármuni í uppbyggingu nýrra stofnana.

Nýjar hugmyndir – smærri samfélög – ný tækifæri

Forvitnilegt er að fylgjast með þeim hugmyndum sem uppi eru í stærri sveitarfélögunum um uppbyggingu þjónustukjarna/miðstöðva og íbúðabyggðar fyrir aldraða í bland við aðra íbúðabyggð. Kostirnir eru ótvíræðir, þar sem hugmyndin byggir á því að hafa sem styst í alla þjónustu, en jafnframt að tryggja meiri samskipti á milli kynslóða. Aðferðarfræðin er í rauninni sú að verið er að líkja eftir litlu samfélögunum á landsbyggðinni, þar sem “allir þekkja alla” og mjög stutt er í alla helstu þjónustu. Það er afar mikilvægt að þeir sem fara með öldrunar- og heilbrigðismál geri sér góða grein fyrir þeim tækifærum og ótvíræðu kostum, sem felast í þessum aðstæðum á landsbyggðinni.

Samhæfing þjónustu

Skil á milli þjónustu ríkis og sveitarfélaga, við aldraða, eru ekki nægilega skýr. Hægt væri að veita betri þjónustu fyrir sömu fjármuni, ef heilbrigðis- og félagsþjónusta við aldraða væri á einni hendi. Þetta hafa margir bent á, m.a. reyndir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar í Bolungarvík. Þannig mætti bæta samþættingu félags- og öldrunarþjónustu við aldraða. Einfaldast væri að semja um yfirtöku sveitarfélagsins á vissum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Hvað Bolungarvík varðar, þá er afar mikilvægt að hafa í huga það lykilhlutverk sem starfsemi sjúkrahúss á staðnum gegnir í þjónustu við aldraða. Það er forsenda þess að Bolungarvík er eftirsóknarverður valkostur í búsetu fyrir aldraða.

Eitt er alveg ljóst. Í komandi sveitarstjórnarkosningum verða öldrunarmál í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum, víða um land.

Bolungarvík í apríl 2006, Elías Jónatansson.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli