Frétt

bb.is | 15.12.2001 | 13:53Möndull ævinnar snýst um tvo ólíka staði

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, var í gær skipaður sýslumaður á Selfossi frá 1. janúar. Ólafur Helgi hefur ásamt fjölskyldu sinni verið búsettur á Ísafirði nokkuð á átjánda ár, fyrst sem skattstjóri og síðan sýslumaður. „Ég er fyrst og fremst þakklátur. Annars vegar fyrir það traust sem mér er sýnt með því að vera skipaður í þetta embætti. Hins vegar fyrir þann tíma sem ég hef átt hér á Vestfjörðum“, sagði Ólafur, þegar hann var spurður hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum.
Ættstofnar Ólafs Helga eru rótgrónir á norðanverðum Vestfjörðum en sjálfur er hann vaxinn upp þar sem nú heitir Grímsnes- og Grafningshreppur, í því sýslumannsumdæmi sem hann tekur nú við. Hann byrjaði embættisferil sinn árið 1978 sem fulltrúi þáverandi sýslumanns á Selfossi, Páls Hallgrímssonar. „Möndull ævi minnar virðist snúast um tvo staði, Ísafjörð og Árnessýslu“, segir Ólafur.

Þetta eru mjög ólíkir staðir og ólík svæði landfræðilega, svo að naumast getur meiri andstæður hérlendis – annars vegar flatlendið mikla syðra, hins vegar þröngir firðir milli brattra og hvassbrýndra fjalla vestra. „En fólkið er alls staðar líkt“, segir Ólafur. „Fólki svipar saman, hver sem staðurinn er, þótt finna megi einhvern blæbrigðamun“, segir hann. Og koma þá í hugann ljóðlínur Árnesingsins Tómasar Guðmundssonar frá Efri-Brú í Grímsnesi, sem eitt sinn benti á þetta sama – að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.

Fólksfjöldi í Árnessýslu, hinu nýja umdæmi Ólafs Helga, er líklega hátt í þrefalt meiri en í umdæmi sýslumannsins á Ísafirði. Ólafur Helgi er ekki fyrstur ísfirskra sýslumanna til að flytjast í embættið í Árnessýslu. Stefán Bjarnarson sýslumaður Ísfirðinga tók við Árnessýslu árið 1879 og Magnús Torfason árið 1917. Svo sérkennilega vill til, að Magnús Torfason var forveri Páls Hallgrímssonar sýslumanns á Selfossi, sem Ólafur Helgi byrjaði hjá sem löglærður fulltrúi. Páll var allra manna lengst sýslumaður eða 45 ár og alla sína tíð í Árnessýslu með búsetu á Selfossi.

Ólafur Helgi Kjartansson var skipaður skattstjóri Vestfjarðaumdæmis 15. ágúst 1984. Á námsárum sínum í lögfræði hafði þrívegis starfað í stuttan tíma við embætti sýslumannsins á Ísafirði eða samtals um tíu mánaða skeið á árunum 1976-77. Hann var skipaður sýslumaður á Ísafirði 15. október 1991 og í dag eru því tíu ár og tveir mánuðir frá því að hann tók við embættinu.

Þegar hann varð sýslumaður lét hann af öllum pólitískum afskiptum og trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Meðal annars sagði hann sig úr bæjarstjórn á Ísafirði, þar sem hann hafði verið bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður frá 1986 og jafnframt forseti bæjarstjórnar undir það síðasta. Auk þess hafði hann m.a. verið formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, stjórnarformaður Orkubús Vestfjarða og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, einkum á vettvangi sveitarstjórnarmála.

Þegar Ólafur Helgi lætur af embætti sýslumannsins á Ísafirði verður eflaust sett í stöðuna þangað til hún hefur verið auglýst og nýr sýslumaður skipaður. Á síðustu árum virðist það fara í vöxt, eftir því sem strangari formkröfur eru gerðar í íslensku stjórnkerfi, að maður með embættisgengi sé settur í slíkt embætti til bráðabirgða fremur en að starfandi löglærðum fulltrúa við embættið sé falið að gegna því á meðan.

En hvað sem öllu líður, þá er þess að vænta að endar möndulsins fyrrnefnda verði áfram á sínum stöðum. Ólafur Helgi Kjartansson á áfram þær rætur vestra sem ekki verða slitnar. Líklegt má telja, að fjöllin og firðirnir kalli öðru hverju – og jafnvel fólkið líka, hvað svo sem einhæfni hjartnanna suður í Grímsnesi og hér vestur í Súdan kann að líða á pappírnum.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli