Frétt

Stakkur 15. tbl. 2006 | 12.04.2006 | 10:50Skíðavika og páskar

Skíðavikan er raunveruleg hefð á Ísafirði og afar góð. Hún er velkomin tilbreyting frá hversdagslegu amstri. Gestir koma og er fagnað. Við er heima sitjum njótum þess sem er í boði með þeim. Ísfirðingar eru þekktir af því að taka vel á móti gestum og jafnframt af sterku og góðu menningarlífi. Páskar og skíðavika eru kærkomið tækfæri til þess að njóta hins besta er boðið verður. Páskar eru mesta trúarhátíð kristinna manna. Minnst er pínu og upprisu Krists. Hvergi nær trú hærra en í voninni um að rísa upp að nýju.

Þótt maðurinn lifi ekki af brauði einu saman er ljóst að meira kemur til um páska en trúin ein. Trú, eins og orðið sjálft gefur til kynna, byggir á eftirvæntingu og von, því að eitthvað gott bíði okkar. Það er ef til vill kjarni lúterskrar trúar að saman fari daglegt amstur, gleði og trú á guð, hið góða í manninum. Ef við þekktum ekki hið góða kynnum við ekki að varast hið vonda og auðvitað er það gagnkvæmt. Án veraldlegs amsturs væri andlega hlið tilverunnar ekki söm. Stundum eru mörkin óljós, en við greinum þau af náttúrulegu innsæi okkar, sumir kalla það guðlegt. Til þess að njóta hins andlega verðum við að þekkja hið veraldlega. Mannlegt eðli byggir á sál og líkama og samleik þessara þátta sem við erum alla ævi að reyna að læra og ná tökum á.

Því er vel til fundið að sameina um páska andlega og veraldlega hlið mannlífs og efna enn á ný til Skíðaviku. Að sjálfsögðu er margt breytt frá þeim tíma að fólk kom með skipum vestur og bjó um borð til þess að geta notið þess að iðka skíðaíþróttina. Nú koma flestir akandi og finna sér gistingu hjá vinum og vandamönnum. Vonandi eru þó gistihús full og blómleg tíð fyrir þá sem annast gistirekstur og veitingasölu. Mjög er lagt upp úr skemmtun svo eftir er tekið. Það er vel.

Skíðavikan er menningarhátíð sem vekur eftirtekt um allt land, reyndar út í heim. Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, er einkar vel heppnuð hugmynd og er ekki að efa að hún tekst vel sem fyrr. Aðstandendur hennar sýna metnað eins og aðrir sem koma að Skíðaviku. Útvist og hreyfing skipa stóran sess. Andlegu hliðinni er vel sinnt með messuhaldi og enn frekari menningarviðburðum en hér hafa verið nefndir. Dansleikir draga að sér eina vinsælustu hljómsveit landsins. Siggi Björns verður einn flytjenda á rokkhátíðinni og Jet Black Joe munu fyrirgefa Ísfirðingum slagsmálin fyrir 13 árum og væntanlega verður sú fyrirgefning gagnkvæm.

Það er einkar athyglisvert hve mikill þáttur menningar í afþreyingu á Skíðaviku og virðast aðrir taka upp eftir Ísfirðingum. Nægir að nefna Skagfirðinga sem renna í sama farið. En hitt má ekki gleymast, að huga að sínum innra manni. Frásögnin um atburði á páskum fyrir nærri 2000 árum er öllum holl upprifjun í hörðum nútímaheimi. Gleðilega páska.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli