Frétt

mbl.is | 11.04.2006 | 08:23Sætta sig ekki við að gengið sé fram hjá séra Sigfúsi

Mikill meirihluti fulltíða íbúa í Keflavíkurprestakalli hefur skrifað undir áskorun á netinu þar sem lýst er yfir stuðningi við séra Sigfús B. Ingvason og niðurstöðu valnefndar um nýjan sóknarprest mótmælt. Síðdegis í gær höfðu um 4.600 af um 5.500 fulltíða sóknarbörnum skrifað undir listana. Fulltrúi hópsins hefur ritað biskupi Íslands og kirkjumálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að tekið verði tillit til vilja sóknarbarna við skipan í embættið.

Tveir prestar hafa starfað við Keflavíkurkirkju. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur, sem lést undir lok síðasta árs, og séra Sigfús Baldvin Ingvason. Séra Sigfús var einn af tíu umsækjendum um embætti sóknarprests þegar það var auglýst á dögunum. Allir umsækjendur voru kallaðir til viðtals hjá valnefndinni og voru metnir hæfir. Valnefndin er skipuð fimm fulltrúum sem sóknarnefnd tilnefnir og vígslubiskupnum í Skálholti sem stýrði fundi hennar. Meirihluti nefndarinnar mælti með séra Skúla S. Ólafssyni sem gegnir embætti sóknarprests á Ísafirði í forföllum skipaðs sóknarprests. Fimm fulltrúar skipuðu meirihlutann en einn fulltrúi greiddi séra Sigfúsi atkvæði sitt.

Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup segist vera bundinn trúnaði um starf nefndarinnar og geti ekki tjáð sig um þau mótmæli sem fram hafa komið við niðurstöðu hennar. Fram kemur í fundargerð frá valnefndarfundinum 5. apríl sem fékkst hjá Biskupsstofu að meirihlutinn rökstuddi val sitt á séra Skúla S. Ólafssyni með því að segja að umsókn hans og framkoma á valnefndarfundi hafi borið vott um vöndun sem skaraði fram úr því sem fram hafi komið hjá öðrum umsækjendum. "Séra Skúli býr yfir fjölþættri reynslu sem prestur og hefur sýnt fram á að hann er vel fær um að fóta sig í nýjum aðstæðum. Röksemdir hans fyrir því hvernig hann geti uppfyllt kröfur þær sem gerðar eru í auglýsingu virðast sannfærandi. Þar er átt við [...] um víðtæka reynslu af kirkjulegu starfi, færni í predikun og helgiþjónustu, leiðtogahæfileika og samstarfsvilja. Valnefndarfólki þessu sýnist að séra Skúli búi yfir þeim styrkleika og þrótti sem þörf er á til að leiða starfið í kröfuhörðu prestakalli sem þessu," segir meðal annars í rökstuðningi meirihlutans sem skipaður var Halldór Leví Björnssyni, Önnu Jónsdóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Birgi Guðnasyni og Sigurði Sigurðarsyni vígslubiskupi. Þau lýsa jafnframt þeim einlæga vilja sínum að séra Sigfús Baldvin gegni áfram embætti prests við Keflavíkurkirkju.

Gunnar Sveinsson gerði ágreining við valið og vildi mæla með séra Sigfúsi B. Ingvasyni. Hann rökstuddi afstöðu sína með því að segja að Sigfús hafi þjónað sem prestur í Keflavíkurkirkju sl. þrettán ár af einstakri trúmennsku og skyldurækni, oft við mjög erfiðar aðstæður. Hann væri vinsæll meðal sóknarbarna og ætti mjög létt með mannleg samskipti. Hann væri trúaður og samvinnuþýður og gott með honum að vinna. Þá getur hann þess að Sigfús hafi á ferli sínum sinnt meira en helmingi af þjónustuþörfum í sókninni, að beiðni sóknarbarna.

Niðurstaða valnefndar var afhent biskupi Íslands sem lýsti því yfir að hann myndi gera tillögu til kirkjumálaráðherra um að farið yrði að vilja meirihluta valnefndar. Málið er því til ákvörðunar hjá Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra.

"Við teljum að það hafi verið gengið fram hjá séra Sigfúsi, að ráðning hans í þetta embætti hefði verið rökrétt framhald af starfi hans hér. Hann hefur þjónað hér í þrettán ár og fólk er ánægt með störf hans. Við erum ósátt við að honum skuli ekki vera gefið tækifæri til að taka við embætti sóknarprests," segir Falur Jóhann Harðarson, einn af aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar til stuðnings séra Sigfúsi B. Ingvasyni.

Í bréfi hópsins til biskups og kirkjumálaráðherra er farið fram á það að tekið verði tillit til vilja sóknarbarna í Keflavíkursókn og ráðning séra Sigfúsar staðfest með vísan til rökstuðnings minnihluta valnefndar. "Við teljum augljóst að vilji meirihluta valnefndar endurspegli alls ekki vilja mikils meirihluta sóknarbarna eins og undirskriftarlisti sem hefur verið á netinu í tvo sólarhringa ber með sér," segir meðal annars í bréfinu. Sagt er að séra Sigfús njóti víðtæks stuðnings í sókninni eftir þrettán ára farsælt starf. "Séra Sigfús er mjög alþýðlegur, maður sátta og hefur verið til taks hvenær sem á þarf að halda. Þá hefur hann tekið mikinn þátt í starfi eldri borgara. Séra Sigfús hefur ásamt konu sinni, Laufeyju Gísladóttur, sinnt barnastarfinu af einstakri natni svo athygli hefur vakið." Bréfinu sem Falur Harðarson undirritar fyrir hönd stuðningshópsins lýkur með þeim orðum að hópurinn sætti sig ekki við að gengið sé fram hjá séra Sigfúsi við ráðningu í starf sóknarprests.

Síðdegis í gær höfðu liðlega 4.600 ritað nöfn sín undir stuðningsyfirlýsinguna á netinu. Falur sagði að eftir væri að fara yfir nöfnin og fella út tvískráningar og nöfn fólks sem býr utan prestakallsins. Hann taldi þó að talan væri nokkuð nálægt lagi, bjóst við að hópur fólks sem hefði skrifað undir áskorunina á pappír myndi fyllilega vega upp það sem þyrfti að fella út vegna tvískráningar og annars.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli