Frétt

Jón Bjarnason | 10.04.2006 | 17:38Ríkisútvarpinu má ekki fórna

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Það var stolt þjóð sem hóf útsendingu nýs Ríkisútvarps 1930. Útvarpið reyndist fljótt verða eins konar sál þjóðarinnar og sameinaði hana í sókn til nýrra tíma. Það var ekki aðeins boðberi frétta og veðurfregna heldur varð það aflvaki menningar og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnarog þeirri baráttu lýkur aldrei. Ríkisútvarpið tók sér bólfestu í innstu djúpum þjóðarsálarinnar og varð eins og órjúfandi hluti af hjartslætti hennar.Þessum hjartslætti á nú að fórna, sáttin um Ríkisútvarp þjóðarinnar er rofin af þeim sem ganga erinda græðginnar, allt er falt fyrir peninga.

Það var löngu vitað að frjálshyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum vildu selja Ríkisútvarpið og að núverandi menntamálaráðherra gengi erinda þeirra. Meira að segja nýráðinn útvarpsstjóri Páll Magnússon getur ekki hamið óþreyju sína að verða framkvæmdastjórinn í einkavæddu útvarpi. En öllu félagshyggjufólki þykir það afar döpur staðreynd að forysta Framsóknarflokksins skuli ganga svo fús undir það jarðarmen með Sjálfstæðisflokknum að fórna Ríkisútvarpi þjóðarinnar mótspyrnulaust

„Einkavætt og selt“

Forystumenn í þingliði Sjálfstæðisflokksins fluttu fyrr í vetur frumvarp um brottfall laga um Ríkisútvarpið. Flutningsmenn tala þar tæpitungulaust: Fyrst skal það hlutafélagavætt og svo selt :„Einkavæðing RÚV: Með frumvarpi þessu er lagt til að lög nr. 122/ 2000 um Ríkisútvarpið verði felld úr gildi 1. janúar 2007 en nánar tilgreind ákvæði þeirra verði tekin upp í útvarpslög nr. 53/200. Stofnað verði hlutafélag um rekstur Ríkisútvarpsins og það selt.“
Einstaka stjórnarliðar reyna að slá um sig sauðagæru og tala með holum hljómi um að ekki standi til að selja RÚV. Það er þó eins og þeir finni á sér að enginn trúi þeim. Nákvæmlega sama var sagt þegar einkavæðing Landsímans hófst. Hann yrði ekki seldur. Hvernig fór? Jú, hann var seldur með grunneti og öllu saman þvert á gefin loforð og gegn vilja meginþorra þjóðarinnar.

Fylkjum liði og verjum Ríkisútvarpið

Forysta Framsóknarflokksins kyngir fórn Ríkisútvarpsins enda samvinnuhugsjónin og félagshyggjan djúpt niðri í skúffu. Þeir sem æmta þar á bæ eru fljótt kveðnir í kútinn. En fyrrverandi formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, lætur málið til sín taka. Sem kunnugt er hefur hann mikla reynslu í starfi á fjölmiðlum og ritstýrir nú Fréttablaðinu. Í ritstjórnargrein 5. apríl sl. veltir hann upp efasemdum um heilindin á bak við hlutafélagavæðingu RÚV:„ Annað hvort er undirbúningurinn í skötulíki eða ekki er allt með felldu um raunveruleg áform að reka hér menningarútvarp og sjónvarp með nokkurri reisn og af þeim metnaði sem einn getur yfir höfuð verið réttlæting fyrir rekstrinum“. Víst er að þjóðin er að vakna til varnar hjartslætti sínum, Ríkisútvarpinu.

Stjórnarandstaðan á Alþingi mun sameinuð berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar og gegn því að Ríkisútvarpinu verði fórnað. Þjóðin getur treyst því að þingmenn Vinstri grænna munu ekki láta þar sitt eftir liggja.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli