Frétt

mbl.is | 10.04.2006 | 08:52Skautafélagið meistari

Sex ára bið Skautafélags Reykjavíkur eftir að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn lauk í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar það lagði SA að velli með 10:4 sigri. Þetta var þriðji úrslitaleikur liðanna, hverja SR vann alla og kórónaði gott tímabil þar sem liðið vann alla leiki sína nema einn - einmitt gegn Skautafélagi Akureyrar. Strax á fjórðu mínútu létu SR-ingar til sín taka með marki og þegar þeir voru manni fleiri gengu þeir enn lengra svo að áður en fyrsta leikhluta lauk höfðu þeir 4:0 forystu. Þar lagði 16 ára markvörður lóð sitt á vogarskálarnar með 12 vörðum skotum. "Maður gerir sitt besta og svona fór þetta," sagði Aron Levý Stefánsson markvörður, sem átti stórleik en hann er 16 ára og tók stöðu aðalmarkvarðar sem fór í bann eftir síðasta leik. "Ég er yngstur í liðinu og þetta var gott fyrir mig. Það er mikil ábyrgð að taka stöðuna og ég var meira en til í það. Það var dálítið stress og okkur gekk vel."

Næsti leikhluti var jafnari, oft eins og SR-ingar slökuðu á klónni og Akureyringar héldu sjó þegar hvort lið skoraði tvívegis. Reyndar misstu þeir þjálfara sinn í sturtu þegar skapið hljóp með hann í gönur. Í þriðja og síðasta leikhluta bætti SR við fjórum mörkum áður en SA saxaði forskotið niður í 10:4 á lokasprettinum.

"Við bjuggumst við að Akureyringar yrðu með sterkara lið," sagði Helgi Páll Þórisson, fyrirliði SR, eftir leikinn. "Akureyringar voru með flesta útlendinga þegar tímabilið hófst en því miður náðu þeir ekki að stilla liðið saman," bætti Helgi Páll við, ánægður með að 6 ára bið skuli lokið en SR vann bikarinn síðast árið 2000. "Þetta hefur verið löng bið. Tímabilið var mjög gott hjá okkur, við erum með sterkt gott lið samansett af góðum leikmönnum, reynsluboltum eins og mér og svo ungum og sprækum strákum, sem eru viljugir og spila vel."

Björn Már Jakobsson, fyrirliði SA, var rólegur eftir leikinn enda viss um að hampa bikarnum síðar. "Það er alltaf leiðinlegt að missa titilinn en það hefur sýnt sig að hann kemur alltaf norður aftur. SR-menn voru góðir yfir vertíðina en við gerðum okkur seka um mistök fyrir úrslitakeppnina. Þeir nýttu sér það og refsuðu okkur gríðarlega," sagði Björn Már eftir leikinn.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli