Frétt

mbl.is | 08.04.2006 | 15:34Ingibjörg Sólrún: Samfylkingin er tilbúin

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi flokksstjórnar í dag, að Samfylkingin væri tilbúin og styrkur flokksins myndi ráða úrslitum bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi eftir næstu kosningar. „Fái hún góðan stuðning fær jafnaðarstefnan hljómgrunn. Þá stuðlum við að sterkara samfélagi þar sem allir eru með. Að öðrum kosti sitja íbúar sveitarfélaga og svo landsins alls uppi með flokka sem eru hluthafar í sameiginlegu hugmyndalegu þrotabúi," sagði Ingibjörg Sólrún.

Hún sagði, að í þingkosningunum að ári muni flokkurinn mæta vel undirbúinn til leiks. Hann ætti góða sérfræðinga innan sinna vébanda, góða pólitíkusa og síðast en ekki síst góða og ötula flokksmenn. „Við höfum unnið heimavinnuna okkar, kafað ofan í fjölmörg mál og markað okkur stefnu á flestum sviðum. Fyrir næstu kosningar munum við leggja fram skýrt afmörkuð mál sem verða okkar baráttumál og eftir kosningar ætlum við að vera í ríkisstjórn sem hrindir þeim í framkvæmd," sagði hún.

„Það hefur beinlínis verið stefna stjórnarinnar að draga úr samábyrgð með því að lækka skattbyrði þeirra sem best eru settir meðan skattbyrði annarra þyngist. Í samfélagi þar sem velsældin blasir hvarvetna við mega einstakir hópar, eins og aldraðir hjúkrunarsjúklingar, búa við skort á úrræðum og óviðunandi þjónustu. Og konurnar sem sinna þessum hópum á stofnunum ríkisins eru tæpast matvinnungar vegna þeirrar láglaunastefnu sem rekin er, sagði Ingibjörg.

Hún sagði að Sjálfstæðisflokknum hefði mistekist hrapallega að tryggja öryggi þjóðarinnar, hvort heldur sem væri hernaðarlega, efnahagslega eða félagslega. Flokkurinn hefði glatað sérstöðu sinni og sögulegri skírskotun. Framsóknarflokkurinn ætti sér merkilega sögu og gömul grunngildi sem nú virtust horfin í gleymskunnar dá. Forystan hefði sagt skilið við hvort tveggja. Það hefði hún gert með afgerandi og táknrænum hætti þegar formaður flokksins féllst á það á göngum stjórnarráðsins að setja Ísland á lista hinn „viljugu þjóða” í mars 2003. Það hefði forystan líka gert með því að selja grunnnet Símans og ljá máls á hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Framsóknarflokkurinn hefði glatað stöðu sinni á miðjunni.

„Ríkisstjórnin á ekkert erindi lengur – hún hefur lokið sínu verki, hún er búin með innistæðuna. Samband flokkanna er kulnað og nú eru leiðindin ein eftir. Í þessu ljósi er athyglisvert að rýna í ræður Sjálfstæðismanna sem og ritstjórnarskrif Morgunblaðsins – síðast núna í morgun. Í öðru orðinu mæra þeir mjög Vinstri-græna, hvort sem er á þingi eða í borgarstjórn, klappa þeim á kollinn eins og duglegu barni og hrósa þeim óspart fyrir að hafa skýra og afdráttarlausa stefnu. Í hinu orðinu hallmæla þeir Samfylkingunni fyrir stefnuleysi og eggja okkur jafnvel lögeggjan að taka gamaldags vinstri pólitík upp á okkar arma. Þetta er mjög skiljanlegt. Það sem fyrir þeim vakir er að Samfylkingin færi sig meira út á jaðar stjórnmálanna til að skapa meira rými fyrir ríkisstjórnarflokkana í meginstraumnum – hinni s.k. miðju. Það gæti jafnvel orðið bjargræði ríkisstjórnarinnar og framlengt líf hennar. En Samfylkingin er ekki jaðarflokkur. Hún er stór flokkur sem flytur meginstrauma í stjórnmálum eins og jafnaðarmannaflokkar í Evrópu hafa löngum gert. Við höfum sameinast í þessum flokki vegna þess að við þráum að hafa bein áhrif á samfélag okkar og leita nýrra lausna á aðkallandi vandamálum," sagði Ingibjörg Sólrún.

Á flokksstjórnarfundinum í dag voru helstu áherslur flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum kynntar og farið yfir stöðuna í lands- og sveitarstjórnarmálum. Samfylkingin býður fram undir sameiginlegu kjörorði: Sterkara samfélag – allir með! Ingibjörg Sólrún sagði, að með þessu kjörorði vildi flokkurinn leggja áherslu á samheldni og samstöðu sem ómissandi þátt í því að fólk þrífist og mannlíf dafni.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli