Frétt

visir.is | 07.04.2006 | 23:45Snorri kom, sá og sigraði í Idol

Snorri Snorrason.
Snorri Snorrason.
Snorri Snorrason, 28 ára Reykvíkingur var fyrir stundu kosinn Idol stjarna Íslands árið 2006. Snorri atti kapi við Ínu Valgerði Pétursdóttur, 18 ára Húsvíking og hafði betur. Alls bárust tæplega 116 þúsund atkvæði og hlaut Snorri 63.800 atkvæði eða 55%. Ína hlaut 52.200 atkvæði eða 45%. Til samanburðar má nefna að í þriggja manna úrslitunum fyrir viku bárust 67 þúsund atkvæði. Snorri og Ína hafa allt frá fyrsta úrslitaþætti staðið sig með miklum ágætum og þóttu snemma sigurstrangleg. Báðum tókst fljótt að vinna sér traust fylgi aðdáenda sem fleytti þeim alla leið í sjálf tveggja manna úrslitin.

Lögin sem Snorri og Ína tóku voru þrjú talsins. Að vanda var sá háttur hafður á að þau völdu sér eitt lag, dómefndin valdi fyrir þau eitt lag og svo sungu þau bæði nýtt lag, sérstaklega samið fyrir úrslitaþáttinn. Það lag heitir „Allt sem ég á“ og var samið af hinum heimskunna lagahöfundi John Reid, sem m.a. hefur samið lög fyrir Westlife, Kelly Clarkson, Tinu Turner og Rod Stewart, og Óskari Páli Sveinssyni en íslenskur texti er eftir Stefán Hilmarsson. Þetta lag verður sérstaklega gefið út að lokinni keppni; bæði með sigurvegaranum og þeim sem hafnar í öðru sæti og verður fáanlegt m.a. á tonlist.is strax að lokinni keppni.

Snorri hefur notið augljósrar hylli allt frá upphafi og til marks um það hafnaði hann aðeins einu sinni í þremur af neðstu sætunum í símakosningunni. Snorri er 28 ára gamall Reykvíkingur, á konu og þrjú börn. Óhætt er að segja að „Hvíti kóngurinn“ eins og hann er kallaður af stuðningsmönnum, hafi farið ótroðnar slóðir, bæði í nálgun við keppnina og lagavalið. Snorri er huldumaðurinn, sá hlédrægi; geðþekkur náungi sem minna hefur haft sig í frammi en margir aðrir keppendur í Idol-Stjörnuleit en vaxið mjög ásmeginn í keppninni.

Þá hefur lagavalið hans vakið nokkra athygli fyrir að vera býsna frábrugðið því sem hefðbundið þykir í Idol-keppnum; hefur um margt verið þyngra og rokkaðra en gengur og gerist. En í gegnum lagavalið má e.t.v. best sjá hvaða mann hann hefur að geyma; því þar fer ungur maður sem er einkar samkvæmur sjálfum sér, traustur náungi, sem syngur ekki bara hvað sem er heldur fyrst og fremst það sem hann sjálfur kann að meta, eitthvað sem liggur nærri hjarta hans, eitthvað sem hann skynjar og skilur. Snorri er rokkari af guðs náð, hefur mestar mætur á rokkgoðunum Robert Plant og Axl Rose, nokkuð sem endurspeglast sannarlega í söngstíl hans og tónlistarvali; um leið og honum hefur sannarlega tekist að skap sér sinn eigin stíl.

Lögin sem Snorri hefur sungið í Idol keppninni:

35 manna úrslit - "Can't Try Hard Enough" (Williams Brothers)

12 manna úrslit - "Fuzzy" (Grant Lee Buffalo)

11 manna úrslit - "The Weight (The Band)

10 manna úrslit - "Give A Little Bit" (Supertramp)

9 manna úrslit - "You To Me Are Everything" (The Real Thing)

8 manna úrslit - "Dagný" (Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms)

7 manna úrslit - "Sunny Afternoon" (Kinks)

6 manna úrslit - "Fly Me To The Moon" (Frank Sinatra)

5 manna úrslit - "Skýið" (Björgvin Halldórsson)

4 manna úrslit - "Sweet Child O'Mine (Guns'N'Roses) og Annie's Song (John Denver)

3 manna úrslit - "Wake Me Up When September Ends" (Green Day) og "You Raise Me Up" (Westlife)

Úrslitaþáttur:
- Feel - Robbie Williams
- He Ain't Heavy, He's My Brother - Hollies
- Allt sem ég á

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli