Frétt

bb.is | 10.04.2006 | 08:57Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hækkað á öllu landinu

Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað í 2. stig á öllu landinu.
Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað í 2. stig á öllu landinu.
Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu nær yfir allt landið og því er ekki rétt að tala um viðbúnaðarstig á Vestfjörðum eins og gert var í frétt á bb.is sl. fimmtudag. Þar kom fram að Böðvar Þórisson hjá Náttúrustofu Vestfjarða teldi að viðbúnaðarstig yrði ekki hækkað fyrr en fuglar færu að hrynja niður af flensunni. Seinna þann dag ákváðu svo íslensk stjórnvöld að hækka viðbúnaðarstig á landinu úr 1. í 2. stig og grípa þar með til tímabundinna varnaraðgerða. Auglýsing frá landbúnaðarráðuneytinu þess efnis að viðbúnaðarstig hækki mun taka gildi 12. apríl nk. Hún birtist hér í heild sinni:

AUGLÝSING
um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa eða Avian Influensa berist í alifugla.

1. gr.
Með vísan til þess að staðfest hefur verið tilvik fuglaflensu, Avian Influensu af H5N1 stofni á Bretlandseyjum, hefur landbúnaðarráðherra að fengnum tillögum Landbúnaðarstofnunar ákveðið að fyrirskipa eftirfarandi ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hindra útbreiðslu og til að afstýra hættu og tjóni af völdum sjúkdómsins.

2. gr.
Öllum þeim sem halda alifugla (hænsnfugla, kalkúna, endur og gæsir) er skylt að fylgja eftirfarandi reglum:
a. Allir alifuglar skulu lokaðir inni í yfirbyggðu gerði eða húsi.
b. Gerðin og húsin skulu vera fuglaheld.
c. Tryggja skal að ekkert í umhverfi húsanna, s.s. fóður, laði að villta fugla.
d. Setja skal hatta á allar loftræstitúður.
e. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á þeim húsum þar sem alifuglar eru haldnir og skal öllum óviðkomandi bannaður aðgangur að húsinu með sérstökum merkingum á hurðum þess.
f. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna.
g. Óheimilt er að hafa önnur dýr hjá fuglunum, þ.m.t. hunda og ketti.
h. Vatn skal uppfylla kröfur gildandi reglugerðar um neysluvatn.
i. Gæta skal fyllsta hreinlætis í umgengni við fuglana og fylgja almennum hreinlætisreglum.

3. gr.
Finnist tveir eða fleiri dauðir fuglar á sama stað skal tilkynna um það án tafar til Landbúnaðarstofnunar (héraðsdýralæknis), sem tekur ákvörðun um aðgerðir.

4. gr.
Landbúnaðarstofnun hefur eftirlit með framkvæmd þessara reglna og getur veitt undanþágur frá þeim við sérstakar aðstæður, að því tilskyldu að smitvarnir séu nægilega tryggðar með öðrum hætti að mati stofnunarinnar.

5. gr.
Verði eigandi eða umráðamaður alifugla ekki við tilmælum Landbúnaðarstofnunnar um aðgerðir samkvæmt auglýsingu þessari getur landbúnaðarráðherra með vísan til 21. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, fyrirskipað bótalausa förgun eða eyðingu fuglanna að fengnum tillögum Landbúnaðarstofnunnar.
Brot gegn auglýsingu þessari varða sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Með mál vegna brota skal farið að hætti opinberra mála.

6. gr.
Um alifuglabú gilda einnig ákvæði reglugerðar nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum, með síðari breytingum.

Auglýsing þessi er sett með vísan til 8. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum og tekur gildi 12. apríl 2006.
Landbúnaðarráðuneytinu, 6. apríl 2006.

F.h.r.

Ólafur Friðriksson.

gudrun@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli