Frétt

bb.is | 14.12.2001 | 11:37Tilboð í vegagerð frá Múla að Vattarnesi

Ellefu tilboð, þar af fjögur frávikstilboð, bárust í vegagerð á Vestfjarðavegi frá Múla í Kollafirði vestur að Vattarnesi. Um er að ræða endurlagningu og nýlagningu Vestfjarðavegar á liðlega 19 km kafla frá Múla í Kollafirði og fyrir Kollafjörð, yfir Klettsháls, fyrir Skálmarfjörð og út á Vattarnes. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2004.
Lægsta tilboðið áttu Íslenskir aðalverktakar hf., kr. 317.763.884 (frávikstilboð), en næstlægsta tilboðið kom frá Borgarverki ehf. í Borgarnesi og hljóðaði það upp á kr. 379.835.050 með fyrirvara um verðlag og verðbætur. Hæsta tilboðið var frá Kubb ehf. á Ísafirði, kr. 485.507.455.

Önnur tilboð voru þessi: Fylling ehf., Hólmavík 386 millj. (fráv); Suðurverk hf., Reykjavík 386 millj. (fráv.); Fylling ehf., Hólmavík 393 millj.; Ístak hf., Reykjavík 428 millj.; Klæðning ehf., Kópavogi 439 millj.; Suðurverk hf., Reykjavík 440 millj.; Norðurtak ehf., Sauðárkróki 444 millj. og Háfell ehf., Reykjavík 479 millj. (fráv.).

Framkvæmdin er liður í að framfylgja langtímaáætlun í Vegagerð, sem samþykkt var á Alþingi 1998. Hún gerir ráð fyrir að lokið verði gerð heilsársvegar milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar fyrir 2010. Er það í samræmi við þá stefnu að allir stærri þéttbýlisstaðir landsins séu tengdir með vegi sem hafi fullt burðarþol og bundið slitlag. Einnig er litið til þess að vaxandi ferðaþjónusta gerir það æskilegt að bundið slitlag sé lagt á fjölförnustu ferðamannaleiðir og sífellt aukast kröfur um bætt umferðaröryggi.

Í vegáætlun sem Alþingi samþykkti 2000 er kveðið á um að framkvæmdir á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar skuli hefjast á árinu 2000 og eru fjárveitingar 45 m.kr. árið 2000, 50 m.kr. 2001, 129 m.kr. 2002, 146 m.kr. 2003 og 167 m.kr. 2004. Byrjað var í Vattarfirði sumarið 2000 og er nú næsti áfangi boðinn út en honum á að vera lokið haustið 2004.

Vestfjarðavegur milli Eyrar og Vattarness er burðarlítill og mjög snjóþungur á köflum. Sökum þess er hann ekki mokaður reglubundið og því lokaður langtímum saman á vetrum. Samgöngum milli Vestur-Barðarstrandarsýslu og annarra landshluta er þá haldið uppi með ferjusiglingum milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Að fyrirhuguðum framkvæmdum loknum má ætla að þessum ferjusiglingum í núverandi mynd verði hætt.

Framkvæmdin var metin með tilliti til umhverfisáhrifa samkvæmt lögum og lauk því ferli með úrskurði í ágúst 2001. Ráðgjafi við matið var Náttúrustofa Vestfjarða. Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði ritstýrðu matsskýrslu og hönnun framkvæmdar er í þeirra höndum.

Vegur var fyrst ruddur um Þingmannaheiði 1951 og á næstu árum þar á eftir var gerður vegur um Vattarfjörð, Skálmarfjörð og Klettsháls. Leiðin suður opnaðist þegar lokið var vegi niður af Klettshálsi í Kollafjörð og sprengt hafði verið fyrir vegi um Múlaklif haustið 1954.

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegargerðarinnar.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli