Frétt

bb.is | 06.04.2006 | 17:35Óbreytt viðbúnaðarstig á Vestfjörðum vegna fuglaflensu

Óbreytt viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu er á Vestfjörðum.
Óbreytt viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu er á Vestfjörðum.
Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu mun ekki breytast á Vestfjörðum nema fuglar fari að hrynja niður að sögn Böðvars Þórissonar hjá Náttúrustofu Vestfjarða. BB sagði frá því í byrjun mars að engar ráðstafanir hafa verið gerðar á Vestfjörðum vegna fuglaflensunnar. Þá sagði Böðvar að sjá ætti til hvað myndi gerast á Englandi þar sem að flestir farfuglar sem koma hingað stoppi þar við, en flensan hafði ekki fundist þar þá. Nú hefur fuglaflensa af H5N1 stofni fundist í Skotlandi og yfirdýralæknir Íslands og embættismenn landbúnaðarráðuneytisins funduðu þess vegna um það í dag hvort hækka ætti viðbúnaðarstig á Íslandi úr 1 í 2. Niðurstaða fundarins hefur ekki verið tilkynnt.
„Ef viðbúnaðarstig hér breytist þá verður því beint til fólks að halda alifuglum inni“, segir Böðvar. Í samtali við BB í mars sagði hann að vel væri fylgst með fuglaflensunni. Þá sagði hann einnig að nokkuð öruggt væri að fuglaflensan myndi berast til landsins en annað mál væri hvort af henni yrði nokkur vá.

Á mbl.is kemur fram að á málþingi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í morgun var kynnt hvernig viðbúnaður vex stig af stigi ef til fuglaflensufaraldurs kemur. Stigin eru á þessa leið:

Stig 2: Það ástand sem ríkir í dag. Í umhverfinu hefur enginn nýr undirflokkur inflúensuveiru greinst í mönnum, en fuglaflensuveiran dreifist rólega vestur um heimsbyggðina og er enn ekki greind á Íslandi. Menn eru á varðbergi.

Stig 3: Viðvörunarskeið. Nýr undirflokkur inflúensuveiru hefur greinst í mönnum. Heilsugæslan er með viðbúnað og upplýsingakerfi netþjónustu hins opinbera tilbúin og gerð virk. Aðbúnaðarlisti er frágenginn og væntanlegt birgðahald klárt. Gátlisti hefur verið saminn fyrir móttökuritara og aðra er sinna símaþjónustu.

Stig 4: Staðbundnar hópsýkingar fara af stað. Yfirlæknar skipa sérstaka hópa starfsmanna á hverri stöð til að sinna inflúensufaraldrinum eingöngu. Listar til innköllunar á aðstoð teknir fram. Unnið er gegn útbreiðslu faraldursins og tekið á uppkomnum tilfellum. Dregið hlutfallslega úr almennri starfsemi stöðvanna eins og almennri heilsuvernd og skólaheilsugæslu.

Stig 5: Verulegar og auknar hópsýkingar í gangi. Fyrirbyggjandi lyfjameðferð starfsmanna hafin. Búið að útvega nauðsynleg lyf handa öllum íbúum. Lyfjadreifing hafin. Aukið hlutfall starfsmanna vinnur nú samkvæmt viðbragðsáætluninni. Önnur starfsemi stöðvanna með meira biðþol minnkuð. Innköllun aðstoðarfólks af listum. Athuguð þörf á sóttkví til dæmis í skólahúsnæði.

Stig 6: Heimsfaraldur mannskæðrar inflúensu skollinn á. Hröð útbreiðsla um allt starfssvæði Heilsugæslunnar. Allir frískir starfsmenn á vegum Heilsugæslunnar á fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Allar stöðvar og allir tiltækir starfsmenn vinna samkvæmt viðbragðsáætlun. Öll starfsemi stillt á neyðarþjónustu. Allar stöðvar, Læknavaktin og Heimahjúkrun sameina krafta sína. Allt tiltækt aðstoðarfólk innkallað. Farsímar og/eða talstöðvar bera uppi samskipti þeirra sem sinna þjónustu í heimahúsum.

gudrun@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli