Frétt

bb.is | 07.04.2006 | 08:45„Hvað vilja framsóknarmenn?“ spyr Kristinn H.

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn, segir í pistli á heimasíðu sinni að staða flokksins á yfirstandandi kjörtímabili hafi verið „vægast sagt bágborin“. Vitnar hann til þess að fylgið hafi jafnt og þétt sigið í skoðanakönnunum sem mæla fylgi flokkanna ef kosið væri til Alþingis, og nefnir að samkvæmt fyrstu könnunum til sveitarstjórnarkosninga sé fylgið ekki uppörvandi. Kristinn spyr sig og lesendur sína hvað megi lesa úr þeirri staðreynd að víða hafi menn í Framsóknarflokknum kosið að bjóða fram með Samfylkingu, Vinstri-grænum og óflokksbundnum, og nefnir í því sambandi meðal annars heimabæ sinn Bolungarvík, Vesturbyggð og Tálknafjörð.

„Meginreglan er að framsóknarmenn eru að skipa sér í sveit með öðru félagshyggjuliði sem tekst á við sjálfstæðismenn um meirihlutann í viðkomandi sveitarstjórn. Skýrir valkostir eru lagðir fyrir kjósendur. [...] Ef til vill er styrkur flokksins í sumum sveitarfélögunum það lítill að menn kjósa samstarf, en það tel ég ekki eiga við nema á fáum stöðum. Ég bendi á að nú er sameiginlegt framboð í sveitarfélögum þar sem góður árangur náðist síðast, svo sem Hveragerði, Grundarfjörður og Garðabær. Ég hygg að líklegasta skýringin sé sú að framsóknarmenn telji sig eiga það mikið sameiginlegt með öðru félagshyggjufólki að eðlilegast sé að starfa með þeim. Það er líka athyglisvert hvað framsóknarmenn eru oft í fararbroddi fyrir slíku framboði og njóta trausts flokksmanna í öðrum félagshyggjuflokkum“, segir meðal annars í pistlinum.

„[...]Þá er komið að því að svara spurningunni: hvað vilja framsóknarmenn? Samandregið virðist mér að þeir skilgreini sig sem félaghyggjumenn og vilji í vaxandi mæli starfa með öðrum á þeim pólitískum slóðum án þess aðgreina sig eftir flokkum. Þróunin virðist líka vera í átt til þess að bjóða fram skýra valkosti, helst ekki nema tvo. Slakt gengi á landsvísu bendir til þess að áherslurnar sem flokkurinn stendur að í ríkisstjórn séu ekki í samræmi við félaghyggjuáherslurnar sem kallað er eftir á sveitarstjórnarstiginu. Það kann líka að hafa áhrif að nú eru tveir flokkar sem skilgreina sig sem félagshyggjuflokk á miðju stjórnmálanna, bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Alþýðuflokkurinn var áður alltaf mun minni flokkur en Framsóknarflokkurinn en nú hefur þetta snúist við, Samfylkingin er mun stærri en Framsókn. Það mun koma í ljós fljótlega hvort næsta skref verði samstarf Framsóknarflokksins á landsvísu við flokkana vinstra megin við hann og hvernig það samstarfi verði háttað. En fyrst og fremst þarf forystusveit flokksins að átta sig á þeim skilaboðum sem kjósendur og flokksmenn eru að senda þessi misserin og bregðast við í samræmi við þann vilja sem að baki liggur. Það er lykillinn að góðum árangri“, segir meðal annars á heimasíðu Kristins, kristinn.is.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli