Frétt

mbl.is | 05.04.2006 | 17:48Foreldrum dæmdar bætur eftir að keyrt var á dóttur þeirra

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ökumann jeppabifreiðar og tryggingarfélag hans til að greiða foreldrum stúlku rúmar 1,9 milljónir í bætur. Ökumaðurinn keyrði á dóttur þeirra í mars 1996 með þeim afleiðingum að hún hlaut algjöra örorku. Hún tók meðal annars sinnisbreytingum og getur orðið hömlulaus og skort nærfærni. Hún brýtur gjarnan hluti í reiðiköstum og hefur sparkað gat á hurð á heimilinu.

Foreldrar stúlkunnar höfðu farið fram á að fá rúmar 5,3 milljónir í bætur vegna alls kyns kostnaðar og erfiðleika sem örorka stúlkunnar hefur valdið þeim. Einnig vegna ófyrirséðs tekjutaps og kostnaðar í framtíðinni, en þau telja að dóttir þeirra muni ávallt verða upp á þau komin.

Þann 28. mars 1996 keyrði ökumaður jeppans á 13 árgamla stúlku með þeim afleiðingum að blæddi inn á heila hennar svo hún lamaðist öðrum megin í líkamanum og tók ákveðnum sinnisbreytingum. Í málsgögnum sem fylgja dómnum er nefnt, að vegna slyssins eigi stúlkan við námserfiðleika að stríða og geti orðið hömlulaus og skort nærfærni. Hún sé stöðugt að ganga á búsmuni og eyðileggja. Hún brjóti gjarnan leirtau og aðra hluti í reiðiköstum, án þess að geta gefið nokkrar skýringar á hegðun sinni. Þá hafi hún sparkað gat á hurð á heimilinu. Foreldrar stúlkunnar hafa þurft að leggja í mikinn kostnað af ýmsu tagi og tekist á við mikla erfiðleika vegna þess hvernig komið er fyrir dóttur þeirra. Þá sáu þau fram á að verða fyrir miklum tekjumissi næstu 20 til 30 árin.

Vörn ökumannsins og tryggingafélags hans byggðist á þeirri reglu skaðabótaréttar, að aðeins sá sem slasast sjálfur geti krafist skaðabóta úr hendi tjónvalds eða ábyrgðartryggjanda hans. Aðrir, sem verði óbeint fyrir tjóni vegna slyssins, eigi hins vegar ekki rétt til skaðabóta fyrir tjón sitt í tengslum við slysið, svo sem vegna óþæginda og fyrirhafnar vegna hins slasaða. Bæturnar, sem stúlkan hafi sjálf fengið fyrir varanlega örorku, myndu mæta kostnaðinum við framfærslu hennar og umönnun.

Í dómnum var horft til þess, að fordæmi eru fyrir því að aðstandendum séu dæmdar ummönnunarbætur vegna afleidds tjóns þeirra. Þó voru foreldrum stúlkunnar aðeins dæmdur hluti af þeim bótum sem þeir höfðu krafist. Móðir stúlkunnar fékk dæmdar bætur vegna vinnutaps frá slysdegi 28. mars 1996 til desember 1997 og vegna kostnaðar, sem hlotist hefur af sjúkraþjálfun og hjálpartækjakaupum. Ekki var fallist á kröfu foreldranna um að ökumaður jeppans og tryggingafélag hans endurgreiddu þeim skólagjöld, sem þau hefðu greitt vegna dóttur þeirra, þar sem skólagjöldin þóttu ekki bein afleiðing slysins. Ekki var heldur fallist á kröfu foreldranna um að fá 4 milljónir í bætur fyrir áætlað fjártjón þeirra í framtíðinni. Dómnum þótti þess í stað ein milljón vera hæfilegar bætur. Því voru heildarbætur foreldranna ákveðnar rúmar 1,9 milljónir. Foreldrar stúlkunnar fengu málskostnað sinn greiddan úr ríkissjóði, en ökumanni jeppans og tryggingarfélagi hans var gert að greiða tæpar 700 þúsund krónur í málskostnað til ríkissjóðs.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli