Frétt

bb.ia | 06.04.2006 | 07:26Rýmkuð lög um erlent verkafólk hafa mikil áhrif á Vestfjörðum

Fjölmargt erlent verkafólk starfar á Flateyri.
Fjölmargt erlent verkafólk starfar á Flateyri.
Frumvarp félagsmálaráðherra varðandi aðgengi ríkisborgara átta nýrra aðildarríkja ESB að íslenskum vinnumarkaði hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Frumvarpið kveður á um að ríkisborgurum Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra atvinnuleyfa. Elsa Arnarsdóttir hjá Fjölmenningarsetrinu segir þetta breyta heilmiklu. „Þetta minnkar pappírsvinnu fyrir þá sem koma og líka fyrir atvinnurekendur. Ég efast um að útlendingum fjölgi þó mikið því það er dýrt að koma til Íslands og flestir reyna að ganga að vinnu vísri“, segir Elsa.

Hún segir þetta geta haft mikil áhrif á Vestfjörðum því atvinnuleyfi hafi hingað til verið tímabundin og því hafi verið erfitt fyrir erlent verkafólk að skipta um vinnu, samþykki vinnuveitanda hafi þurft o.þ.h. En nú er slíkt tímabundið atvinnuleyfi ekki lengur nauðsynlegt og erlendu verkafólki því frjálst að skipta um vinnu að vild.

Pétur Sigurðsson formaður Verk-Vest segir eðlilegt að þessi lög séu rýmkuð og að þau verði nú svipuð og í nágrannalöndum okkar. „Stjórn Alþýðusambands Íslands óskaði eftir hálfs árs frestun á samþykkt frumvarpsins svo hægt væri að átta sig á hvað þetta þýddi fyrir íslenskan vinnumarkað sem er mjög viðkvæmur. Og hvað þetta þýði fyrir þrælahöfðingja sem reka vinnuleigur og flytja inn fólk og láta það vinna undir löglegum taxta. En ég held það sé ekkert að óttast, við hefðum aldrei komist hjá því að staðfesta þetta. Fólk verður ekki bundið eins og það er í dag þannig að þetta er framför“, segir Pétur.

Eftirlit verður þó áfram haft með kjörum erlends verkafólks eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu um málið, þar segir:

„Svo virðist sem að nokkur hreyfanleiki sé meðal ríkisborgara þessara ríkja enda atvinnuleysi þar nokkuð. Þykir því ástæða vera til að atvinnurekendur tilkynni til Vinnumálastofnunar um ráðningu ríkisborgara frá þessum ríkjum þar sem fram koma nafn atvinnurekanda, kennitala og heimilisfang ásamt nafni útlendingsins, kennitölu og aðsetri hans hér á landi. Gert er ráð fyrir að ráðningasamningur fylgi tilkynningunni þar sem útlendingnum eru tryggð laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Miðað er við að tilkynningin berist stofnuninni innan tíu virkra daga frá ráðningu. Skal Vinnumálastofnun halda skrá yfir þá útlendinga sem koma frá framangreindum ríkjum til að starfa hér á landi. Þessi skráning kemur ekki í veg fyrir að umræddir ríkisborgarar þurfa að sækja um EES dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga.

Tilgangur þessarar tilkynningarskyldu atvinnurekanda er að fylgjast með framvindu mála svo unnt sé að hafa yfirsýn yfir þá er koma hingað til landsins meðal annars til að gæta þess að þeir njóti þeirra réttinda er gilda á innlendum vinnumarkaði. Jafnframt er mikilvægt að meta áhrif stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins sem og að tryggja að unnt sé að bregðast í tíma við aðstæðum sem kunna að leiða til alvarlegrar röskunar á innlendum vinnumarkaði. Þá er litið til þess að slík skráning geri stjórnvöldum kleift að veita þessum útlendingum nauðsynlegar upplýsingar um lög og reglur er gilda um störf á innlendum vinnumarkaði.“

gudrun@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli