Frétt

bb.is | 05.04.2006 | 14:03Viðbúnaður vegna línubáta sem lentu í slæmu veðri

Bátarnir komust fyrir eigin rammleik til Þingeyrar.
Bátarnir komust fyrir eigin rammleik til Þingeyrar.

Skipstjórar þriggja línubáta sem staddir voru í vonskuveðri á Vestfjörðum höfðu samband við Vaktstöð Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag og óskuðu eftir að fylgst væri sérstaklega með þeim á meðan þeir sigldu að landi. Þeir voru staddir í ísingu, kafaldsbyl og mjög hvassri norð-norðaustanátt u.þb. 10 sjómílur norðvestur af Kópanesi. Þeir lýstu ekki yfir neyðarástandi en töldu rétt að láta vita af sér þar sem veðuraðstæður voru svo slæmar. Vegna veðurs og ísingar missti vaktstöðin bátana oft út af skjá sjálfvirku tilkynningarskyldunnar og fjarskiptasamband var stopult af sömu ástæðum.

 

Varðstjórar í vaktstöðinni athuguðu hvaða skip voru nærstödd og úr varð að togarinn Páll Pálsson var beðinn um að hífa og halda í átt til bátanna en hann var þá staddur 30 sjómílur vestur af Kópanesi. Einnig var kannað í sjálfvirka tilkynningarkerfinu hvaða skip voru í nærliggjandi höfnum á Vestfjörðum. Að beiðni vaktstöðvar siglinga leysti áhöfn togbátsins Gunnbjarnar ÍS-302, sem var nýkominn inn til Flateyrar, landfestar og hélt til móts við bátana. Fiskiskipið Bjarni Gíslason, sem statt var á Patreksfjarðarflóa, gerði slíkt hið sama. Vaktstöð siglinga setti einnig björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum í viðbragðsstöðu, þ.m.t. áhafnir björgunarbátanna Gunnars Friðrikssonar á Ísafirði og Varðar á Patreksfirði.

 

Áhöfn Varðar færði sig yfir í togbátinn Vestra frá Patreksfirði sem talinn var henta betur til aðgerða vegna veðurs og beið átekta. Áhafnir björgunarbátanna létu vaktstöð siglinga vita að kolvitlaust veður væri á Patreksfirði og Ísafirði. Vegna veðurs og ísingarhættu var ekki talið ráðlegt að senda Sif, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, af stað enda hafði neyðarástandi ekki verið lýst yfir.  Varðskipið Ægir, sem statt var við sunnanvert Snæfellsnes, var hins vegar sent áleiðis norður yfir Breiðafjörðinn. 

 

Skipstjórar fiskibátanna reyndu að vera í samfloti og miðaði þeim hægt og örugglega í átt að mynni Dýrafjarðar. Samband náðist við þá af og til. Um kl. 13:30 tilkynntu bátarnir að þeir væru komnir á rólegri sjó í mynni Dýrafjarðar og smám saman var dregið úr viðbúnaði. Síðustu björgunarskipin, varðskipið Ægir og togbáturinn Gunnbjörn, voru afturkallaðir kl. 13:45. Upp úr kl.14:30 höfðu bátarnir þrír náð höfn á Þingeyri heilu og höldnu.


eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli