Frétt

mbl.is | 05.04.2006 | 13:24Stofnvísitala þorsks lækkar

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, svonefnt togararall, fór fram í 22. sinn fyrri hluta mars. Í þeirri mælingu lækkaði stofnvísitala þorsks um 15% frá mælingunni 2005 og er nú svipuð og árin 2002 og 2003. Hafrannsóknastofnun segir, að líkt og í síðustu stofnmælingu bendi lengdardreifing þorsksins til að árgangar 2001 og 2004 séu mjög lélegir, 2003 árgangurinn frekar lélegur og árgangur 2002 nærri meðallagi. Fyrsta mæling á 2005 árganginum bendir til að hann sé nærri meðallagi.

Mest fékkst af þorski á Halamiðum, djúpt út af Norður- og Norðausturlandi og í Hvalbakshalla fyrir suðaustan land. Holdafar þorsksins var heldur lakara en árið 2005 og undir meðaltali áranna frá 1993 þegar vigtanir hófust. Loðna fannst víða í þorskmögum en mest út af Vestfjörðum.

Hafrannsóknastofnun segir, að ekki sé beint samband á milli stofnvísitölu þorsks í stofnmælingu og viðmiðunarstofns fjögurra ára og eldri, sem notaður sé í aflareglu til að reikna aflamark. Miðað við síðustu úttekt á stærð þorskstofnsins hafi þó mátt gera ráð fyrir að stofnvísitala mældist nú eitthvað lægri en á síðasta ári. Þó sé lækkunin heldur meiri en reiknað var með en vel innan skekkjumarka. Endanlegt stofnmat byggi á vísitölum á fjölda fiska eftir aldri og fjölda landaðra fiska eftir aldri og mun liggja fyrir í byrjun júní.

Stofnvísitala ýsu var há, líkt og síðustu þrjú ár. Mæliskekkjan í stofnvísitölunni er eins og árin 2004 og 2005 hlutfallslega lítil, sem skýrist af mjög jafnri útbreiðslu ýsunnar. Hafrannsóknastofnun segir, að lengdardreifing ýsunnar bendi til að árgangar 2004 og 2005 séu undir meðallagi en árgangur 2003 mældist mjög stór líkt og í síðustu tveimur stofnmælingum. Ýsan veiddist allt í kringum land en mest á grunnslóð út af Vestfjörðum og Norðurlandi og við suðvestanvert landið.

Holdafar ýsunnar var lélegt, einkum stóra árgangsins frá 2003. Talsvert fannst af loðnu í ýsumögum út af Vestfjörðum og við suðurströndina.

Stofnvísitala gullkarfa var lægri en árin 2003-2005 en þau ár var hún há miðað við fyrri ár. Árin 2003 og 2004 var óvissan í mælingunni hinsvegar mikil þar sem tiltölulega mikið af karfaaflanum kom á fáum stöðvum. Stofnvísitala gullkarfa var í lágmarki árin 1991-1995 en hefur hækkað nokkuð síðan.

Stofnvísitala skarkola var svipuð og árin 2004 og 2005, en er nú einungis rúmur fjórðungur af því sem hún var í upphafi ralls. Vísitala sandkola hefur lækkað hratt frá 2003 og var í ár sú lægsta frá upphafi. Vísitala þykkvalúru mældist sú hæsta frá upphafi stofnmælingarinnar og vísitala langlúru sú næst hæsta.

Vísitala ufsa hefur farið hækkandi frá 2001 og var nú svipuð og árin 2004 og 2005. Vísitala steinbíts var nær óbreytt frá síðustu tveimur árum en þessi ár hefur hún verið með því lægsta frá upphafi stofnmælingarinnar. Stofnvísitölur keilu og löngu hafa farið hækkandi síðustu ár og hafa ekki verið hærri síðan 1989.

Hitastig sjávar við botn mældist hátt allt í kringum landið. Sjávarhiti fyrir austan og sunnan land mældist hærri en árið 2005 en nokkru lægri en 2003. Fyrir norðan og norðvestan land var sjávarhiti með hærra móti líkt og árin 2003-2005.

Fjórir togarar voru leigðir til togararallsins: Páll Pálsson ÍS, Ljósafell SU, Brettingur NS og Bjartur NK. Auk þess var rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson við tilraunir í tengslum við togararall. Alls var togað á 557 rallstöðvum allt í kringum landið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli