Frétt

bb.is | 05.04.2006 | 09:47Niðurstöður VST um framtíðarstaðsetningu olíubirgðastöðvar

Núverandi staðsetning olíubirgðastöðvar.
Núverandi staðsetning olíubirgðastöðvar.
Líkt og greint hefur verið frá var VST (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen) fengin til að vinna skýrslu um mögulega framtíðarstaðsetningu olíubirgðastöðvar á Ísafirði, en hún er nú staðsett við Suðurgötu. Í úttekt VST var farið yfir alla hugsanlega þætti málsins, kosti og galla þeirra þriggja staða sem komu til greina, en það var auk núverandi staðsetningar flutningur á Mávagarð eða á Sundahöfn. Gerðar voru kostnaðaráætlanir um hina ýmsu valkosti við flutninginn, og er tekið fram í skýrslu VST að áætlanir hafi verið gerðar án þess að nokkur frumhönnun hafi farið fram og séu þær því nokkurri óvissu háðar. „Til þess að koma til móts við þessa óvissu hefur verið sett álag á kostnaðartölur sem nemur 25% fyrir ófyrirséðum þáttum og auk þess er gert ráð fyrir um 12% fyrir undirbúningskostnaði og eftirliti.“

Fram kemur í skýrslunni að heildarstærð lóðarinnar við Suðurgötu sé 2.865 fermetrar, en eins og kunnugt er má rekja upphaf þessarar úttektar til þess að olíufélögin sóttu eftir stækkun um 1.130 fermetra. Þegar núverandi staðsetning er mæld út eru kostir taldir vera þeir að hún sé nærri hafnarbakka og löndunarlagnir séu fyrir hendi, sem þarfnist reyndar nokkurs viðhalds og endurnýjunar enda sé lengri lögnin að Ásgeirsbakka ónýt. Þá er talið til að olíufélögin hafi lýst því yfir að lóðarsamningurinn komi til endurskoðunar verði stækkun leyfð á þessum stað og m.a. falli út það ákvæði sem kveður á um að bæjarsjóður verði að greiða sannvirði mannvirkja á lóðinni þegar til uppsagnar kemur.

Ókostir sem taldir eru til eru:

1) Nálægð við byggð, stórar byggingar eru nærri stöðinni.

2) Sjónræn áhrif stöðvarinnar; lóðin mun ekki nýtast undir svipaða starfsemi og er umhverfis.

3) Áhætta af að fara með stór skip inn á Pollinn eins og aðstæður eru núna.

4) Hætta á olíumengun í Pollinum verði slys við fermingu eða affermingu

5) Ekki er útbúnaður til að afgreiða svartolíu frá þessari stöð, en það skerðir samkeppnishæfni Ísafjarðarhafnar.

6) Við Ásgeirsbakka fer nú fram löndun úr stærri fiskiskipum, vegna nálægðar við frystigeymslur, og getur það valdið vandræðum að vera með löndun olíuvara á sama tíma. Löndun úr stærri fiskiskipum og flutningaskipum fer einnig fram við Sundabakka. Löndun úr minni fiskiskipum fer fram í bátahöfninni í Sundahöfn.

7) Stækkunarmöguleikar lóðarinnar eru takmarkaðir þó þeir séu líklega fyrir hendi fyrir þá stækkun sem Olíudreifing fyrirhugar. Það getur valdið erfiðleikum ef annað olíudreifingarfyrirtæki vildi setja upp birgðastöð hér.

Þá kemur fram að talið sé að ef stöðin verði á núverandi stað þurfi að dýpka og breikka Sundin og dýpka við Ásgeirsbakka svo djúpristari skip geti athafnað sig með öryggi þar um. Ef hún er hins vegar flutt þá þarf að greiða matsverð dómkvaddra manna fyrir stöðina eins og hún er nú, auk þess sem gera þarf ráð fyrir kostnaði við lóðargerð á öðrum stöðum. Á móti kostnaði koma svo tekjur af byggingargjöldum af byggingum á lóðinni við Suðurgötu og nýrri lóð og af fasteignagjöldum árlega eftir að mannvirki hafa risið á báðum lóðum. Þá segir að ef áðurnefndar dýpkunarframkvæmdir teljast styrkhæfar komi það til lækkunar kostnaðar sveitarfélagsins og líklega myndi ríkið greiða 75% kostnaðarins.

Þegar litið er til Mávagarðs eru taldir þeir kostir að:

1) Lóðin við Suðurgötu losnar og hægt verður að nýta hana undir aðra starfsemi, t.d. svipaða og er umhverfis eða íbúðabyggð. Þá kemur fram að orkustöð Orkubús Vestfjarða, sem er hinum megin við götuna frá núverandi staðsetningu, takmarki nýtingu lóðarinnar vegna hávaðamengunar.

2) Ekki þykir líklegt að byggð muni þrengja að birgðastöðinni við Mávagarð í náinni framtíð.

3) Mögulegt verði að skilja að löndun fisks og löndun og afgreiðslu á olíu.

4) Í nýrri stöð skapist möguleiki til að afgreiða olíu beint úr birgðageymum stöðvarinnar og þá mögulega á lægra verði og fljótar en með núverandi fyrirkomulagi, sem er afgreiðsla úr bílum.

5) Birgðastöð á þessum sé í nægilegri fjarlægð frá stórum byggingum og ekki líklegt að byggð muni nálgast hana í náinni framtíð.

Ókostir eru taldir:

1) Kaupa þarf upp birgðastöð við Suðurgötu.

2) Stofnkostnaður við landfyllingu og hafnargerð sé mikill.

3) Sjónræn áhrif stöðvarinnar.

4) Aka þarf með olíu um viðkvæmt svæði þar sem nú er matvælaframleiðsla og íbúðabyggð þegar olíu er dreift á bensínstöðvar.

5) Hætta er á olíumengun í bátahöfn og Sundum verði slys við fermingu eða affermingu.

Þegar svo er litið til Sundabakka eru taldir þeir kostir að:

1) Lóðin við Suðurgötu losnar með áðurnefndum fylgikostum.

2) Mögulegt að skilja að löndun fisks og afgreiðslu og löndun olíu.

3) Mögulegt verður að afgreiða beint úr birgðageymum stöðvarinnar.

Ókostir eru nefndir:

1) Kaupa þarf upp birgðastöð við Suðurgötu.

2) Stofnkostnaður við landfyllingu og hafnargerð er mikill.

3) Sjónræn áhrif stöðvarinnar.

4) Staðsetning þykir slæm með tilliti til fyrirliggjandi hugmynda um deiliskipulag á svæðinu, en þar á að vera íbúða- og skólasvæði, og nær lóðin inn á það skipulag.

5) Aka þarf með olíu um íbúða- og skólasvæði þegar dreift er á bensínstöðvar.
6) Hætta á olíumengun í Sundum verði slys við fermingu eða affermingu.

7) Staðsetning þykir ekki góð með tilliti til þess að fjöldi skemmtiferðaskipa kemur árlega til Ísafjarðar og ekki lítur vel út ef skipin leggjast nánast upp að birgðastöðinni.

Gefnir eru fimm valkostir í skýrslunni og reiknaður út kostnaður við þá. Í fyrsta valkosti er boðið upp á að birgðastöðin verði áfram við Suðurgötu en biktankur verði fluttur. Nettókostnaður við það er talin vera tæplega 152 milljónir. Valkostur tvö er að birgðastöðin verði áfram við Suðurgötu og biktankur ekki fluttur, en þá þarf samt að dýpka Sundin og við Ásgeirsbakka, auk þess sem byggja þarf þá bryggju við Mávagarð. Nettókostnaður við það er talin vera tæplega 160 milljónir. Valkostur þrjú er að flytja birgðastöðina að Sundabakka og er nettókostnaður við það talin vera tæplega 170 milljónir. Valkostur fjögur er að flytja birgðastöðina að Sundabakka án þess að ráðast í hafnargerð og er nettókostnaður við það talin vera ríflega 57 milljónir. Loks má nefna þann kost að flytja birgðastöðina á Mávagarð en talið er að nettókostnaður við það nemi 140,5 milljónum króna.

Eins og kunnugt er hafa bæjarstjóri, Halldór Halldórsson, og formaður bæjarráðs, Guðni G. Jóhannesson, lagt til að birgðastöðin verði flutt á Mávagarð. Nokkur styr hefur staðið um málið síðustu vikur og vildi bæjarstjóri upphaflega hafa stöðina á núverandi stað, en því mótmæltu fulltrúar úr minnihluta bæjarstjórnar harðlega. Búast má við því að málið verði tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi á morgun.

eirikur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli