Frétt

bb.is | 03.04.2006 | 14:06Deilt um úthlutun byggðakvóta í bæjarstjórn Bolungarvíkur

Bolungarvík.
Bolungarvík.
Nokkrar umræður fóru fram um úthlutun byggðakvóta á bæjarstjórnarfundi í Bolungarvík nú fyrir helgi, og voru ekki allir á eitt sáttir um hvernig úthlutuninni var háttað í Bolungarvík. Ketill Elíasson, bæjarfulltrúi Bæjarmálafélagsins, lagði fram mikla bókun um málið þar sem hann segir minnihluta bæjarstjórnar, þ.e. bæjarfulltrúa Bæjarmálafélagsins, hafa lagt fram hugmyndir að reglum til úthlutunar byggðakvóta þar sem landvinnslufólk og fiskvinnsla yrði útgangspunktur úthlutanna en ekki útgerðin. Segir Ketil meirihlutann hafa hafnað þeim reglum algerlega og þess í stað búið til „afar flóknar reglur þar sem útgerðin er útgangspunkturinn“, eins og segir í bókuninni. Þá segir Ketill nú svo komið að meirihlutinn fari ekki lengur eftir sínum eigin reglum þar sem „þær falla ekki nægjanlega að þeirri niðurstöðu sem þeir [bæjarfulltrúar meirihlutans] ætluðu sér“.

Þá segir: „Við úthlutun í febrúar 2006 var lagt fram plagg á bæjarstjórnarfundi með útreikningi eftir þessum flóknu reglum meirihlutans. Þetta plagg var síðan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1. Nú bregður hinsvegar svo við að þessu plaggi er breytt eftir fundinn, það er búið að sameina úthlutanir til tveggja útgerðaraðila í eina úthlutun þannig að einn bátur fær yfir 40 tonn þó að í reglunum standi skýrum stöfum að enginn geti fengið meira en 20 tonn úr potti 1, 7 tonn úr potti 2 og 3,6 tonn úr potti 3 eða samtals 30,6 tonn ef hann fengi fulla úthlutun úr öllum pottunum. Á bæjarstjórnarfundi 9. mars síðastliðinn var athygli Elíasar Jónatanssonar, forseta bæjarstjórnar vakin á þessum mismun sem var á plagginu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundinum og því plaggi sem sent var til Fiskistofu. Síðan þá hefur orðið til á bæjarskrifstofunni bréf til Fiskistofu undirritað af bæjarstjóra. Í því bréfi koma fram nokkrar alvarlegar staðreyndarvillur, í fyrsta lagi segir í bréfinu að: „Þær tölur sem ég sendi þér eru þær sömu og samþykktar voru í bæjarráði.“ Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt því að í næstu málsgrein segir: „Það sem ég geri áður en ég sendi tölurnar inn er að ég sameina á skjalinu „úthlutun“ Einars Hálfdáns og Hrólfs Einarssonar þar sem um sama útgerðaraðila er að ræða.“ Þarna kemur önnur villan það er ekki sami útgerðaraðili sem gerir þessa báta út, annar heitir Bakkavík en hinn Rekavík, og þar að auki stendur í reglunum undir 6. grein að byggðakvóti er ekki framseljanlegur. Þessu var bætt inn í hinar flóknu reglur í október síðastliðnum.“

Þá segir í lok bókunar Ketils: „Það er ömurlegt að búa við þau vinnubrögð að það sem samþykkt er í bæjarstjórn er einskis virði eins og ég hef bent á, á fyrri fundum bæjarstjórnar, en það sem er enn verra er að forseti bæjarstjórnar, Elías Jónatansson skuli ekki sýna neina tilburði til að fylgja því eftir að það sem samþykkt er á bæjarstjórnarfundum og síðan birt í fundagerðum á netinu séu þær ákvarðanir sem bæjarbúar geti treyst á að séu réttar og hægt að fara eftir. Það á ekki að vera þannig að reglur eða ákvarðanir séu beygðar og sveigðar fyrir fáeina útvalda. Í þessu nýjasta máli lagði minnihlutinn til að hægt yrði að hámarka kvótann en meirihlutinn feldi þær tillögur. Það var að sjálfsögðu hægt að kæra úthlutunina, en eina breytingin sem hefði orðið er að flutt hefði verið frá Einari Hálfdáns og á Hrólf Einarsson. Við það hefðu útgerðirnar tapað og bærinn líklega orðið bótaskyldur. En það er heldur ekki hægt að láta meirihlutann og forseta bæjarstjórnar, Elías Jónatansson komast upp með svona vinnubrögð án þess að það komi fram, það verða allir bæjarbúar að standa jafnir gagnvart ákvörðunum bæjarstjórnar.“

Bókun Ketils má lesa í heild sinni í fundargerð bæjarstjórnar sem finna má á vef Bolungarvíkurkaupstaðar, bolungarvik.is.

Einar Pétursson bæjarstjóri svaraði Katli með eftirfarandi bókun: „Við útreikninga vegna kvótaúthlutunar var farið eftir reglum samþykktum af bæjarstjórn Bolungarvíkur. Eftir að undirritaður hafði reiknað út hlut hvers og eins samkvæmt samþykktum reglum var sameinuð úthlutun Einars Hálfdáns ÍS-11 og Hrólfs Einarssonar ÍS-225 og úthlutað á Einar að ósk framkvæmdastjóra útgerðarinnar. Undirritaður hafði þann hátt á við síðustu úthlutun að sameina úthlutun á báta í eigu sömu aðila á einn bát. Í tveimur tilfellum var úthlutað á bát í “stóra kerfinu” svokallaða til þess að auka verðmæti þess kvóta sem kæmi í þeirra hlut. Í einu tilfelli óskaði útgerðaraðili eftir því að kvóti yrði settur á bát í “litla kerfinu” svokallaða, og var orðið við því. Hugmyndin að þessu kom til vegna þess að Ketill Elíasson eigandi Glaðs ehf., sótti um fyrir báta sína Glað ÍS-421 og Sæbjörn ÍS-121 og sagði í umsókn sinni: „Í úthlutunarreglum er ekkert sem bannar að leggja saman alla báta í eigu sömu útgerðar, og óska ég eftir að það verði gert og öllum byggðakvótanum sem útgerðin á rétt á verði úthlutað á Glað ÍS.“

Ofangreindur framkvæmdi úthlutun aftur með þessum hætti við úthlutun nú enda eykur sameining úthlutunar á bát í stóra kerfinu verðmæti þess kvóta sem kemur í bæjarfélagið án þess að skerða úthlutun annara eða verðmæti úthlutunar þeirra.“

Þá lagði Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar, fram bókun þar sem málflutningi Ketils um störf forsetans er vísað á bug sem „rakalausum rangfærslum“. Forseti lýsti einnig yfir fullum stuðningi við vinnubrögð bæjarstjóra sem hann sagði í fullu samræmi við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru á síðasta ári „og áttu við um báta í eigu háttvirts bæjarfulltrúa Ketils Elíassonar“, eins og segir í bókuninni.

eirikur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli