Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 31.03.2006 | 15:46Tæknin varðveitir gömul (og góð) gildi

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Allt er breytingunum undirorpið, sagði gamli Marx. Það á sérstaklega við á okkar tímum. Fátt er óumbreytanlegt. Allt í umhverfi okkar er þannig að við vitum aðeins eitt. Það breytist. Þetta er afsprengi framfara, tæknibreytinga og einnig forsenda framfara og tæknibreytinga. Það er einmitt þetta óvissuástand sem skapar ögun og ydddar hugsunina sem verður svo drifkraftur framfara okkar. Þess vegna dugir skammt að gráta gengna tíð. Margt var gott hér fyrr meir, en við eigum framtíðina að verkefni og eins gott að gera sér grein fyrir því.

En mitt í allri framtíðarhugsuninni og framfaradýrkuninni reikar hugurinn til þess að framfarirnar kveikja ekki einasta breytingar. Þær eru líka skjöldur góðra hefða og forsenda margs þess úr fortíðinni sem við viljum varðveita; þó ekki væri nema vegna dygðugrar íhaldssemi sem vel má hafa í hávegum. Hér skal nefna tvennt í þessu sambandi, svo ólíkt sem það er; heimsendar breskar mjólkurflöskur og sendibréfagerð að íslenskum gömlum og góðum sið.

Blessaðar bresku mjólkurflöskurnar

Á stuttri ferð minni um Stóra Bretland á dögunum rakst ég einmitt á skemmtilega grein í sjálfu Daily Telegraph sem er einmitt málgagn íhaldssamra sjónarmiða í góðum skilningi þess hugtaks. Þar var verið að vekja athygli á því að sá huggulegi siður bresks samfélags, að fá mjólk í flöskum senda heim að dyrum fólks í bæjum og þorpum, hefði verið á miklu undanhaldi. Breyttir samfélagshættir og innkaupamynstur fjölskyldna þar sem fyrirvinnurnar eru tvær og vinna utan heimilis hefði lagt af þessa gömlu dyggð. Mjólkurpósturinn, sem var uppspretta margra sagna í fjölþættum skilningi var sumsé á útleið, þar til núna. Og það var blessuð tæknin sem sá fyrir því.

Nú er það fjarskiptatækni tölvusamfélagsins sem opnar nýja leið. Menn panta sér ekki lengur mjólkurskammtinn af útidyraþröskuldinum, heldur senda pöntunina í tölvupósti. Nú er því mjólkurpósturinn breski að ganga í endurnýjun lífdaga sinna.

Sendibréfin ganga í endurnýjun lífdaga

Svipað er það með sendibréfin. Þau voru samskiptaform síns tíma en tæknin var á góðri leið með að drepa það niður. Skype, MSN, símtæknin leystu sendibréfin af hólmi. Við sem skrifuðum til dæmis gamaldags sendibréf frá útlöndum í lok sjöunda áratugarins höfum verið eins og dínósárar frá genginni tíð í hugum þeirra yngri. En nú erum við að fá uppreisn æru. Bréfaskriftir á milli fólks eru öflugri núna en nokkru sinni fyrr.

Sendibréf eru nefnilega að ganga í endurnýjun lífdaga sinna og nefnast tölvupóstur. Formið er dálítið annað. Sjaldnast eins formlegt og sendibréfin. En það breytir því ekki; bréfaskriftir ganga nú á milli manna sem aldrei fyrr. Sendibréfin í þessu nýja umhverfi hafa gengið í rækilega endurnýjun lífdaga og það er vel.

Hin nýju sendibréf eru líka farin að verða vettvangur vísna og kveðskapar sem gengur sem eldur í sinu um netheimana. Þannig fær ferskeytlan líka nýtt líf og verður töm yngri kynslóðinni sem kann góð skil á tölvutækni og tölvupóstum, en kunni sýnilega síður að meta ferskeytluformið og vísnagerð af því taginu. Það er því ekki nóg með að tæknin varðveiti og endurveki gamla góða sendibréfið heldur hleypir nýju lífi í vísnagerð.

Tæknin varðveitir gömul gildi

Vísnagerð, mjólkurflöskur og sendibréf, sækja sem sé skjól sitt í svo óvænta átt sem til tölvutækninnar Af þessu má ráða að tæknin er ekki bara ögrun við fortíðina. Hún er líka skjól gamalla og góðra hátta. Það má því með sanni segja að tæknin varðveiti gömul gildi.

Einar K. Guðfinnsson ekg.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli