Frétt

Pólitík.is - ritstjórnargrein | 12.12.2001 | 16:28Pólskur kommúnisti og íslenskur hægri-krati

Síðastliðinn september vann flokkur Laszek Millers stórsigur í kosningum til neðri deildar Pólska þingsins (Sejm). Flokkur Millers, Lýðræðisbandalag vinstrimanna, hlaut 41,9 prósent atkvæða ásamt samstarfsflokki sínum Verkalýðsbandalaginu.
Kosningin var góð en nægði þó ekki til hreins meirihluta eins og Miller hafði vonað og urðu vinstrimenn því að finna samstarfsflokk til stjórnarmyndunar. 19. október samþykkti svo forseti landsins, Aleksander Kwasniewski, nýja stjórn Millers og samstarfsflokks hans Bændaflokksins.

Kwasniewski var hátt settur embættismaður í gamla kommúnistaflokki landsins sem var við stjórn frá 1948 til 1989. Það þótti sæta tíðindum þegar hann vann sjálfstæðishetjuna Lech Valesa í forsetakosningum árið 1995. Sú staðreynd að nýr forsætisráðherra landsins er einnig gamall kommúnisti, sem sat áður í politburo, er engu minna athyglisverð.

Í stjórn með bændum
Saga Póllands og Íslands er ólík og staða þeirra í heimsmálum er það einnig. Pólitískt landslag Íslands í kosningum ársins 1995 var þó ekki að öllu leiti ólíkt þess pólska árið 2001. Ein meginástæða þess að Sameinaðir vinstrimenn hlutu góða kosningu í Póllandi er sú að hægrimenn voru sundraðir og kjörþokki þeirra var lítill. Í kosningum til Alþingis árið 1995 buðu fram auk Sjálfstæðisflokksins; Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti, Þjóðvaki og Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 37,1 prósent atkvæða og myndaði stjórn með Framsókn sem hlaut 23,3 prósent. Pólskir vinstrimenn léku svo sama leik sex árum seinna og mynduðu einnig stjórn með landsbyggðarflokk.

Sósíalískt hjarta Davíðs Oddssonar
Á undanförnum árum hefur efnahagskerfi Íslands, líkt og það pólska, verið á hraðri leið inn í markaðshagkerfi. Meðal tákna um breytta tíma má nefna stofnun Verðbréfaþings Íslands árið 1985 og stöðugar framfarir síðan samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður.

Taktföst spor stigin til hægri halda áfram og forsætisráðherra stjórnar dansi okkar inn í kapítalískt þjóðskipulag af ákveðni. Félagslegar stoðir landsins hafa þó ekki horfið með öllu og undir forrystu Davíðs hefur Sjálfstæðsflokkurinn í raun starfað sem stór og öflugur flokkur hægri-krata.

Eftir rúmlega tíu ára setu í forsæti ríkisstjórnarinnar má því vera ljóst að í brjósti Davíðs Oddssonar slær hjarta lýðræðissinnaðs sósíalista. Davíð er krati.

Áfangastaðurinn er sósíalismi, aðferðin er kapítalismi
Flokkur fyrrverandi kommúnista í Póllandi vann kosningar í heimalandi sínu með því að sigla inn að miðju. Kosningabarátta hans var jákvæð gagnvart frjálsum markaði, Nató og Evrópusambandinu. Lazek Miller gerir sér grein fyrir því að sósíalísku þjóðskipulagi má koma á með aðstoð öflugasta framleiðslutæki sem fundið hefur verið upp; kapítalisma.

Kratar á Íslandi ættu að horfa til austurs sér til áminningar. Nýlega virðist dansþreyttur forsætisráðherra og aðrir jafnaðarmenn hafa gleymt sér í hægrisveiflunni. Einbeitingin fer öll í að sigla skútunni slysalaust en enginn man hvert förinni er heitið.

Ábyrg peningamálastefna er nauðsynlegt en þó ekki nægjanlegt skilyrði fyrir góðan stjórnmálamann. Kjósendur þurfa ekki einungis að geta treyst ráðamönnum fyrir buddunni heldur einnig fyrir framtíðinni.

Áfangastaðurinn er sósíalismi og aðferðin er kapítalismi. Markmiðið er þjóðfélag sem hámarkar hamingju eins margra og kostur er án þess að troða á réttindum einstaklinga. Gleymum því ekki.
GF

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli