Frétt

Kreml.is - Magnús Árni Magnússon | 12.12.2001 | 16:22Um þakklæti

Fátt fólk er óviðkunnanlegra en það sem kann ekki að þakka fyrir sig, hvorki í smáu eða stóru. Þó ánægja greiðvikinna eigi ekki að felast í þakklætinu sem þeir fá í staðinn hljóta allir þeir sem hafa t.a.m. haldið opinni þungri hurð fyrir einhvern ókunnugan án þess að fá svo mikið sem muldur í þakklætisskyni að vita hvað um er rætt.
Það að auðsýna þakklæti er sjálfsögð kurteisi í öllum samfélögum og á að eiga við hvort sem um einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki, þjóðir eða ríki er að ræða.

Ríki getur sýnt einstaklingum eða hópum þakklæti á ýmsa vegu, en sjálfsagt eru fáar áhrifaríkari, ódýrari og einfaldari leiðir til þess heldur en orðuveitingar og heiðursmerki. Þetta skilja þeir sem eru í þeirri stöðu að veita þakklætisvott af hálfu ríkja, t.d. forsetar og það er ástæðan fyrir því að aldrei er dregið úr orðuveitingum, eins og margir virðast af einhverjum ástæðum vilja að sé gert.

Ýmsir aðilar hafa allnokkuð horn í síðu þessa siðar og telja hann merkingarlaust prjál og halda að þarna sé á ferð aðferð einhvers ímyndaðs aðals að hengja á sig skartgripi og skreyta sig óverðskulduðum titlum. Það kann að vera að svo hafi verið á miðöldum en fátt er fjær sanni í dag. Það fólk sem fær t.d. hina íslensku fálkaorðu er undantekningarlítið vel að því komið að hljóta þakklætis- og virðingarvott íslensku þjóðarinnar.

Nú nenni ég ekki að velta mér upp úr hvötum þeim sem liggja að baki andstöðunni við orðuveitingar, kannski eru þær svipaðar og hjá þeim sem þakkar ekki fyrir sig þegar hurð er haldið opinni, en vonandi verður sú aldrei afstaða meirihluta íslensku þjóðarinnar.

Í framhaldi af þessu er rétt að benda á aðila sem eiga skilyrðislaust að fá fálkaorðuna næst þegar henni er úthlutað. Það er þyrlusveitin á bandarísku þyrlunni sem bjargaði skipverjanum af Svanborgu um helgina. Af frásögnum sjónarvotta má ráða að þar var um sannkallaða hetjudáð að ræða.

Þyrlusveitin hefur þar til í morgun af einhverjum ástæðum verið nafnlaus í íslenskum fjölmiðlum, allavega þeim sem sjást og heyrast hér úti í sveit, en var loks nafngreind í Morgunblaðinu. Þessir menn heita Jay Lane, Javier Casanova, Scott Bilyen, Michael Garner, Darren Bradley og Jeremy Miller. Jay Lane var maðurinn sem vann það þrekvirki að síga niður að skipverjanum. Casanova var flugstjóri þyrlunnar.

Svona mönnum, sem leggja skilyrðislaust líf sitt og heilsu að veði til að bjarga alls ókunnugum einstaklingum úr hættu í brjáluðu veðri, ber að þakka vel og mikið. Stórriddarakross væri við hæfi.

Magnús Árni Magnússon á Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli