Frétt

bb.is | 30.03.2006 | 11:15Fleiri karlar í framboði til sveitarstjórnar í Ísafjarðarbæ en konur

Sveitarstjórnarkosningar í Ísafjarðarbæ fara fram þann 27. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar í Ísafjarðarbæ fara fram þann 27. maí næstkomandi.
Þrír listar er í framboði til sveitarstjórnar í Ísafjarðarbæ í vor, og eru þeir skipaðir 54 einstaklingum. Af þeim eru 25 konur og 29 karlar, 46% konur og 54% karlar. Ef litið er til fimm efstu á hverjum lista, þ.e. 15 manns alls, þá verður kynjamunurinn ögn meiri en 6 konur bjóða sig fram í fyrstu fimm sætum á móti 9 körlum. Einungis einn framboðslistanna er með jafn margar konur í framboði og karla, en það er Í-listi Samfylkingar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra og óháðra. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur bjóða hvor um sig fram 8 konur og 10 karla.

Ef skoðuð er útkoma síðustu kosninga, þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk 4 menn kjörna, Framsóknarflokkur fékk 2 kjörna, Frjálslyndir og óháðir 1 kjörinn og Samfylking 2 kjörna, og gert ráð fyrir að sú útkoma endurtaki sig yrðu 3 konur í bæjarstjórn á móti 6 körlum. Fjórar konur sitja í bæjarstjórn nú, og fimm karlar, og myndi því fækka um eina yrðu úrslit sömu og nú. Það skal tekið fram að með úrslitum er hér átt við fjölda fulltrúa í bæjarstjórn, en líklegt mætti heita að með sömu prósentutölu kæmi Í-listi nokkuð betur út úr skiptingu bæjarfulltrúa því atkvæði flokkanna þriggja sem skipa listann nýttust heldur illa í það skiptið, og yrðu því heldur fleiri konur í bæjarstjórn enda konur í bæði 4. og 5. sæti listans.

Alls fengu flokkarnir sem skipa Í-listann 982 atkvæði í kosningunum árið 2002, sem skiptust þannig að Samfylking fékk 526 atkvæði, Frjálslyndir 307 atkvæði og Vinstri-grænir 149 atkvæði. Alls voru greidd 2.297 gild atkvæði og fengu því flokkarnir sem skipa Í-listann 42% atkvæða, en einungis þrjú af níu sætum í bæjarstjórn, eða 33% sæta.

Framsóknarflokkur fékk sem dæmi meira en tvöfalt færri, alls 401 eða 17,5% atkvæða og 2 bæjarfulltrúa, eða 22% sæta í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur fékk 810 atkvæði, eða 35,3%, og fjóra bæjarfulltrúa eða 44,4% sæta í bæjarstjórn.

Frambjóðendur listanna eru sem hér segir:

Sjálfstæðisflokkur:

1. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ísafirði.
2. Birna Lárusdóttir, fjölmiðlafræðingur, Ísafirði.
3. Gísli H. Halldórsson, fjármálastjóri, Ísafirði.
4. Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði.
5. Níels R. Björnsson, rekstrarstjóri, Ísafirði.
6. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, íþróttakennari, Ísafirði.
7. Hafdís Gunnarsdóttir, kennaranemi, Ísafirði.
8. Ingólfur Þorleifsson, verkstjóri, Suðureyri.
9. Stefán Torfi Sigurðsson, svæðisstjóri, Ísafirði.
10. Alda Agnes Gylfadóttir, nemi, Þingeyri.
11. Gróa Haraldsdóttir, húsmóðir, Flateyri.
12. Sigurður Þórisson, verkstjóri, Suðureyri.
13. Helga Margrét Marzellíusardóttir, nemi, Ísafirði.
14. Sturla Páll Sturluson, deildarstjóri tollgæslu, Ísafirði.
15. Áslaug Jensdóttir, ferðaþjónn, Ísafirði.
16. Brad Alexander Egan, framkvæmdastjóri, Flateyri.
17. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri, Mjólká.
18. Geirþrúður Charlesdóttir, fyrrv. aðalgjaldkeri, Ísafirði.

Framsóknarflokkur:

1. Guðni Geir Jóhannesson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri.
2. Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur.
3. Albertína Elíasdóttir, forstöðumaður.
4. Björgmundur Örn Guðmundsson, forstjóri.
5. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri.
6. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, hárgreiðslumaður.
7. Sigurður Hreinsson, vélstjóri.
8. Ásthildur Gestsdóttir, ljósmóðir.
9. Jón Sigmundsson, vegagerðarmaður.
10. Kolbrún E. Schmidt afgreiðslumaður.
11. Birkir Einarsson, skipstjóri á Flateyri.
12. Hildigunnur Guðmundsdóttir, bóndi.
13. Steinþór Ólafsson, bóndi.
14. Sigríður Magnúsdóttir, bóndi.
15. Elías Oddsson, framkvæmdastjóri.
16. Gréta Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður.
17. Ásvaldur Guðmundsson, húsvörður.
18. Sigurður Sveinsson, bóndi.

Í-listi Samfylkingar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra og óháðra:

1. Sigurður Pétusson, sagnfræðingur.
2. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi.
3. Arna Lára Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur.
4. Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri.
5. Rannveig Þorvaldsdóttir, kennari.
6. Sæmundur Kr. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri.
7. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaforseti ASV.
8. Kolbrún Sverrisdóttir, verkakona.
9. Kristján Andri Guðjónsson, útgerðarmaður.
10. Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegsfræðingur.
11. Anna Sigríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri.
12. Edda Katrín Einarsdóttir, verkakona.
13. Haraldur Tryggvason, verkamaður.
14. Þorsteinn Másson, skipstjóri.
15. Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir, kennari.
16. Ari S. Sigurjónsson, verkamaður.
17. Ásthildur C. Þórðardóttir, garðyrkjustjóri.
18. Jón Fanndal Þórðarson, formaður félags eldri borgara.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli