Frétt

bb.is | 12.12.2001 | 15:59Slysfarir á vegum og veðurfar

Að undanförnu hafa geisað vetrarveður. Þau hafa komið að landsmönnum óvörum. Það er skiljanlegt, sé litið til þess að undanfarna vetur hafa veður verið fremur aðgerðalítil. Mjög áberandi hefur verið að slys hafa fylgt samgöngum á landi. Til þess liggja margar ástæður. Ein þeirra er að sjálfsögðu sú, að samgöngur á vegum að vetrum hafa aukist mikið. Fólk er óhræddara við að leggja á fjallvegi að vetrarlagi en áður var. Vegum er haldið opnum langt umfram það er áður tíðkaðist.

Þegar svo alvöru vetrarveður skellur á eru vegfarendur óviðbúnir. Fréttir af því að vöruflutningabifreiðar lendi í vandræðum, velti eða missi tengivagna út af vegum eru ekki nýjung lengur, því miður. Nýlega gerðist það að jeppi fór út af veginum við Bása í Skutulsfirði. Þá fór betur en á horfist. Ökumaðurinn, kona, slapp ómeidd, þótt jeppinn hafi farið 3 veltur á leiðinni niður í fjöru 50 metrum neðan við veg. Þar björguðu öryggisbelti vafalaust lífi hennar. Sama dag fór flutningabíll út af veginum rétt við Ísafjarðarflugvöll.

Skömmu síðar valt jeppi í Hestfirði en ökumaðurinn slapp ómeiddur. Þessi dæmi sýna án nokkurs vafa að aldrei er of varlega farið. Fyrir síðustu helgi varð árekstur á veginum um Vatnsfjarðarnes í Ísafjarðardjúpi. Jeppi og fólksbíll rákust saman í mikilli hálku. Þá fór verr því ökumaður fólksbílsins slasaðist og var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang til að sækja hinn slasaða, en mikil hálka var á vegum um Ísafjarðardjúp.

Loks gerðist það um helgina að fólksbíll með fimm ungmennum var nánast farinn fram af hafnarkanti í Sundahöfn á Ísafirði. Bílinn vó salt á kantinum. Litlu mátti muna að illa færi. Eftir lögreglu var haft í Morgunblaðinu að hálku væri um að kenna. Ökumaðurinn var 17 ára piltur nýkominn með ökuskírteini.

Ljóst má vera að reynsluleysi hlýtur að hafa ráðið meiru en hálkan. Flest ef ekki öll bílslys er fyrst og fremst að rekja til ökumanna og þess að þeir hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Reynsluleysi ungra ökumanna er orðið æpandi í þessum efnum. Ökumenn sem eru nýkomnir með ökuskírteini eiga greinilega margir mikið ólært. Sú staðreynd hlýtur að kalla á viðbrögð lögreglu og Umferðarráðs. Ekki verður unað við það að ungu fólki, sem ekki kann að meta aðstæður rétt, skuli sleppt út í umferðina, sjálfu sér og öðrum til hættu.

Á Fagradal fyrir austan fauk rúta út af vegi og fór furðu vel miðað við aðstæður. En í framhaldinu vaknar spurning um það hvort ekki sé orðið brýnt að meta áhrif veðurs á umferð og slysatíðni á nýjan leik og leggja mun ríkari áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og viðvaranir vegna veðurs og færðar. Gripið var til lokunar á vegi um Súðavíkurhlíð nýlega vegna snjóflóðahættu. Löngu er orðið tímabært að stýra umferð á þann hátt að banna umferð um einstaka vegi, þegar aðstæður bjóða slíkt vegna veðurs eða annarrar hættu. Þótt sumir telji slíkt skerðingu á persónufrelsi má þannig koma í veg fyrir manntjón.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli