Frétt

Leiðari 50. tbl. 2001 | 12.12.2001 | 15:56Flokksmerkið úr jakkalafinu!

Það hefur verið orðað svo að líf okkar sé pólitík frá morgni til kvölds. Daglega tjáum við okkur um hin margvíslegu mál og tökum ákvarðanir sem varða hag okkar og samferðamanna okkar, jafnvel þeirra sem á eftir koma. Stundum gerist þetta einhliða í krafti aðstöðu, stöku sinnum að höfðu samráði við vini og ættingja, stundum innan félagasamtaka eða jafnvel í formi viðskipta. Þannig er nú einu sinni hið daglega amstur, lífið sjálft.

Í hugum margra tengist pólitík einungis hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum, sem sumir hverjir hafa starfað áratugum saman, meðan aðrir hafa sprottið upp líkt og gorkúlur og haft stuttan stans. Oftast hafa skammlífu flokkarnir verið skilgetin afkvæmi pólitíkusa sem orðið hafa undir í flokki sínum og ekki getað sætt sig við hlutskipti sitt.

Hvað sem skilgreiningu á pólitík líður virðist almenningur heldur áhugalítill milli kosninga, enda „sami rassinn undir þeim öllum“ eins og oft er komist að orði um fulltrúana sem við kjósum á fjögurra ára fresti af gömlum vana, burtséð frá afstöðu eða áliti okkar á þeim þess á milli.

Öllu jöfnu liggja aðrar ástæður að baki sérframboða til sveitarstjórna en til Alþingis. Býsna margir telja önnur lögmál gilda um val manna til setu í sveitarstjórn en á Alþingi og telja persónukosningu vænlegri en listakosningu milli flokka þar sem kjósandinn fær litlu eða engu ráðið um val frambjóðenda. Fljótt á litið hefur bræðingsframboðum farið fjölgandi síðustu áratugina. Um ástæðuna er erfitt að fullyrða. Óánægja af ýmsu tagi er algeng skýring. Og oft það viðhorf, sem áður er getið, að flokkspólitík eigi ekki ráða vali manna í sveitarstjórnir.

Margt bendir til að nýtt framboð við bæjarstjórnarkosningarnar í Ísafjarðarbæ að vori líti dagsins ljós. Hér mun vera um þverpólitískt framboð að ræða, þ.e. að þarna eru á ferðinni menn sem til þessa hafa verið kenndir við ólíka flokka. Ástæðurnar fyrir framboðinu, ef af verður, eru einkum sagðar tvær: Í fyrsta lagi hin veika staða landsbyggðarinnar. Í öðru lagi þykir mönnum sem fulltrúar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka hafi ekki beitt sér nægilega eða hreinlega orðið undir í átökum um hagsmuni sveitarfélaganna og ríkisins. Kannski má orða það svo, að á sumum sviðum þyki mönnum sem þessir fulltrúar okkar hafi orðið að lúta flokksvaldinu.

Hvort sem framboðin til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verða einu fleiri eða færri er ljóst, að nýrra sveitarstjórnarmanna bíða mikil og erfið verkefni. Hagsmunir bæjarfélagsins eru miklir, framtíð þess veltur á því hvernig til tekst. Því skiptir öllu að hæfir menn og dugandi fáist til starfans.

Heill bæjarfélagsins skiptir öllu. Flokksmerkið í jakkalafinu býttar engu.
s.h.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli