Frétt

bb.is | 28.03.2006 | 13:03Bæjarstjóra falið að ræða við Landhelgisgæsluna um staðsetningu þyrlu og varðskips

Ísafjarðarhöfn.
Ísafjarðarhöfn.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra að hefja viðræður við Landhelgisgæsluna um hugsanlega staðsetningu þyrlu og varðskips í Ísafjarðarbæ, en eins og kunnugt er lagði Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar til fyrir skemmstu að hafnarstjórn yrði falið að kanna möguleikann á því að bjóða Landhelgisgæslunni fast pláss fyrir varðskip á Ísafirði og Þingeyri, og var sú tillaga samþykkt í bæjarstjórn. Í bréfi bæjarstjóra til bæjarráðs segir m.a. „Ræða á við forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hvort einhver flötur væri á að skip gæslunnar hefðu bækistöð eða lengda viðverðu í höfnum Ísafjarðarbæjar, jafnvel að koma þar upp einhverskonar bækistöð og þá ef til vill með tilliti til þess að Ísafjarðarhöfn yrði skilgreind sem neyðarhöfn með aukna vaktstöðu, sbr. skilgreiningu á lögum um vaktstöð siglinga.“

En ekki er einungis rætt um varðskip lengur heldur og þyrlu, og segir áfram í bréfi bæjarstjóra: „Atburðir undanfarinnar daga vegna ákvörðunar USA um að leggja af herstöð sína á Keflavíkurflugvelli hafa vakið að nýju upp mikla umræðu um staðsetningu Landhelgisgæslunnar og verkefni hennar. Virðast flestir sammála um nauðsyn þess að efla Landhelgisgæsluna enn frekar, bæta við tækjakost hennar og gera stofnunina hæfari til þess að hafa meira og betra eftirlit á hafinu og til björgunar með öflugum þyrlum. Þessar umræður minna enn og aftur á mikilvægi þess að Landhelgisgæslan hafi starfsemi í hverjum landshluta þannig að viðbragðstími vegna leitar og björgunar sé sem minnstur. Þess vegna er nauðsynlegt að í umræðum um eflingu LHG sé starfsemi hennar á Vestfjörðum skilgreind. Í slíkri skilgreiningu þarf að mati undirritaðs bæði að gera ráð fyrir staðsetningu þyrlu á norðanverðum Vestfjörðum (Ísafirði eða Þingeyri) sem og varðskipi.“

Þá kemur fram að staðsetning þyrlu á svæðinu myndi bæta viðbragðstíma vegna sjúkraflugs, verði sjúkraflugvél ekki á svæðinu eins og útlit er fyrir að verði fljótlega. „Þyrla staðsett á norðanverðum Vestfjörðum eykur öryggir á því svæði, bæði hjá sjófarendum og öðrum. Aukning er að verða á komum skemmtiferðaskipa og siglingu þeirra meðfram Vestfjörðum. Þá er talað um að aukning verði á annarri skipaumferð vegna flutninga norðan úr höfum.“

Í greinargerð með tillögu Bryndísar um staðsetningu varðskipsins sagði þá m.a.: „Í tengslum við umræðu um flutning ríkisstofnana hefur áður verið rætt um að Landhelgisgæslan verði staðsett á Ísafirði, t.d. er svo lagt til á 23. fundi atvinnumálanefndar 7/2 2003 og síðan samþykkt á 137. fundi bæjarstjórnar 20/2 2003 að óska eftir viðræðum við dómsmálaráðuneyti um málið. Þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af slíkum flutningi er ljóst að vilji yfirstjórnar í Landhelgisgæslunni stendur til þess að staðsetja heimahafnir varðskipa víðar en í Reykjavík, enda aðstaða þar lítil. Nauðsynlegt er hinsvegar að ákveðin hafnaraðstaða sé til reiðu þar sem skip yrðu staðsett.“ Þá kom fram að tvær hafnir í Ísafjarðarbæ hentuðu sérstaklega fyrir varðskip, það er á Þingeyri og á Ísafirði en á báðum stöðum er viðlegurými fyrir varðskip og flugvöllur.

eirikur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli