Frétt

bb.is | 27.03.2006 | 16:32Stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða vill fá jarðgöng

Stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða vill fá jarðgöng milli Dýrafjarðar, Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.
Stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða vill fá jarðgöng milli Dýrafjarðar, Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.
Stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða sendi nýverið frá sér ályktun um bættar samgöngur milli norður- og suðurfjarða Vestfjarða, en samgönguleysi innan fjórðungsins hefur heft verulega samstarfsmöguleika fyrirtækja á svæðinu. Nú hefur þeim tilmælum verið beint til stjórnvalda að beita sér fyrir jarðgangagerð milli Dýrafjarðar, Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar þar sem ófullkomið samgöngukerfi á Vestfjörðum dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífsins, sem hefur lamandi áhrif á verðmætasköpun og hagþróun svæðisins. Ályktunin er eftirfarandi: „Mikilvægi samkeppnishæfra heilsárssamganga fyrir hagþróun Vestfjarða - nauðsyn jarðgangagerðar á milli Dýrafjarðar, Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.

Vaxtarsamningur Vestfjarða tók til starfa sumarið 2005 á grundvelli stefnumótunar stjórnvalda í byggðamálum og með samningi einstaklinga, atvinnulífs, fjármálastofnana, háskólaseturs, sveitarstjórna og stjórnvalda. Fyrirkomulag sem vaxtarsamningurinn byggir á er nýjung hér á landi, þar sem kjarni málsins er að treysta samkeppnishæfni atvinnulífs og svæðisins til vaxtar, með markvissu samstarfi aðila, þar sem byggt er á öflugu þríhliða samstarfi, háskóla/rannsóknastofnana, atvinnulífs og opinberra aðila. Sá grunnur sem Vaxtarsamningurinn byggir á og um leið atvinnulíf og svæði, eru traust og samkeppnishæf starfsskilyrði - m.a. samgöngur sem eru í raun æðakerfi hvers þjóðfélags og forsenda heilbrigðs hagkerfis.

Þrátt fyrir að unnið hafi verið mikið verk á umliðnum árum í samgöngumálum Vestfjarða – verður meira að koma til ef duga skal. Í raun má segja að nú vanti einungis herslumuninn í samgöngumálum Vestfjarða til að ná stórbættum heilsárssamgöngum niður á láglendi á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Gerð jarðganga milli Dýrafjarðar, Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar er forsenda fyrir bættri samkeppnishæfni og auknum hagvexti á svæðinu. Slík framkvæmd hefði afgerandi áhrif til aukinnar samkeppnishæfni atvinnulífs svæðisins, þar sem flutningskostnaður og öryggi í samgöngum myndi aukast verulega og vegalengdir styttast hátt í eitt hundrað kílómetra á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Slík framkvæmd hefði afgerandi áhrif í þá veru að gera Vestfirði að einu atvinnu- og efnahagssvæði, en afleitar samgöngur á milli norður og suðurfjarða Vestfjarða koma í veg fyrir slíkt nú. Einnig er mikilvægt að sá vegur sem valin verður í Gufudalssveit verði leið B – þar sem hún er styðst og liggur auk þess á láglendi.

Stjórn Vaxtarsamnings Vestfjarða beinir því þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja nú þegar undirbúning að gerð jarðganga, milli Dýrafjarðar, Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar, hafist verði handa við gangagerð eigi síðar en árið 2008 og benda má á að arðsemi slíkra ganga er veruleg skv. skýrslu Rannsóknast. Háskólans á Akureyri. Einnig skal ítrekað að þensla er ekki á Vestfjörðum og heldur ekki stórframkvæmdir - og því er enn frekari ástæða til að auka framkvæmdir á því svæði frekar en öðrum á þessu sviði. Segja má að ófullkomið samgöngukerfi á Vestfjörðum dragi úr samkeppnishæfni atvinnulífs, sem hefur lamandi áhrif á verðmætasköpun og hagþróun svæðisins. Með hliðsjón af því að ekki er um neinar stórframkvæmdir að ræða á Vestfjörðum, er einnig þeim mun mikilvægara að rutt sé úr vegi hindrunum eins og ófullkomnu samgöngukerfi sem hefur lamandi áhrif, þannig að hefðbundnum atvinnugreinum sé gert mögulegt að efla sína starfsemi og bera uppi hagvöxt svæðisins eins og kostur er. Einnig eru vísbendingar um að í raun sé of litlu fé varið til vegamála, bæði í þéttbýli og dreifbýli, sé tekið mið af verulega auknu álagi sem er á vegakerfinu í landinu.

Bent skal á að í nýlegri skýrslu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um landfræðilegt litróf íslenska fasteignamarkaðarins – kemur skýrt fram að lögð er áhersla á að efla innri gerð þjóðfélagsins til að auka hagvöxt einstakra svæða, en þar segir orðrétt á bls. 10 um mikilvægi jarðgangna milli svæða á Vestfjörðum og þær aðstæður sem hér ríkir.: „Svo virðist í mörgum tilvikum sem vegakerfið sé ekki hannað til að bera þetta aukna álag og sumstaðar eru akstursleiðir heldur ekki alltaf opnar yfir vetrartímann. Þetta á t.d. við um Vestfirði. Þetta mætti laga með jarðgangagerð um vesturfirði Vestfjarða og ná þannig samgöngum frá Reykjavík til Ísafjarðar niður á láglendi sem er forsenda góðra heilsárssamgangna”.

Stjórn Vaxtarsamnings vill ítreka ósk um að stjórnvöld setji jarðgangagerð milli norður og suðurfjarða Vestfjarða í forgang, í samræmi við áherslur stjórnvalda um að efla Vestfirði - Vestfirðingum og landsmönnum til hagsbóta.“

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli