Frétt

| 18.05.2000 | 11:28Fyrsta vestfirska ferðaskrifstofan með heimasíðu á vefnum

Heimasíða Vesturferða.
Heimasíða Vesturferða.
Ferðaskrifstofan Vesturferðir ehf. á Ísafirði hefur komið sér upp heimasíðu á vefnum. Á síðunni sem er mjög létt í notkun og vel gerð, er hægt að fá upplýsingar um hinar ýmsu ferðir sem fyrirtækið býður upp á, jafnt hérlendis sem erlendis. Þá verður hægt að panta ferðir í gegnum vefsíðuna sem og að skrá sig á póstlista og verða þá nýjar upplýsingar sendar til viðkomandi um leið og þær liggja fyrir.
,,Á heimasíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um skoðunarferðir á Vestfjörðum, áætlunarferðir báta sem sigla um svæðið auk upplýsinga um fjölbreytta ferðamöguleika á svæðinu. Þá verður hægt að skrá sig á póstlista og verður þeim sem það gera, sendar nýjar upplýsingar um ferðir og ferðamöguleika um leið og þeir liggja fyrir," sagði Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturferða í samtali við blaðið.

Á heimasíðunni verða einnig settar inn fréttir af ferðamálum í fjórðungnum auk þess sem þar verður að finna upplýsingar um skipulagðar ferðir, ferðir á eigin bílum, utanlandsferðir og sérferðir fyrir hópa. ,,Það verður einnig hægt að panta ferðir í gegnum heimasíðuna, þó ekki þannig að svar berist um hæl, heldur verður öllum pöntunum svarað innan skamms tíma í gegnum tölvupóst," sagði Sigríður.

Vesturferðir ehf. er fullgild ferðaskrifstofa þar sem starfa fjórar konur. Það eru þær Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, sem er iðnrekstrarfræðingur að mennt, en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun þess árið 1993, Kristín Björnsdóttir, ferðafræðingur, sem annast sölu ferða til áfangastaða utan Vestfjarða, en hún starfaði áður á söluskrifstofu Flugleiða á Ísafirði, Rósa Ragnarsdóttir, sem starfar við sölu ferða innanlands og utan auk þess sem hún annast almenna upplýsingagjöf og afgreiðslu og Karítas Kristjánsdóttir, sem sér um almenna ferðasölu. Slóðin á heimasíðu Vesturferða er http://www.vesturferdir.is

bb.is | 26.09.16 | 11:48 Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með frétt Húsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli