Frétt

mbl.is | 25.03.2006 | 16:29Rússar veittu Írökum upplýsingar

Rússar veittu Írökum leyniþjónustuupplýsingar um hernaðaráætlanir Bandaríkjamanna á fyrstu dögum innrásar alþjóðaliðsins, undir stjórn Bandaríkjamanna, í Írak 2003. Þetta kemur fram í skýrslu sem bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur birt. Þar segir að Rússar hafi komið skilaboðum til Íraka með milligöngu sendiherra síns í Bagdad. Rússar hafa ekki brugðist við skýrslunni. Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Í einu tilviki var um að ræða rangar upplýsingar, segir í Pentagonskýrslunni, og kom það sér vel fyrir Bandaríkjamenn að Írakar fengju þær. Ennfremur er í skýrslunni vitnað í íraskt minnisblað þar sem talað er um rússneska „heimildamenn“ í aðalstöðvum bandaríska hersins í Qatar.

Í Pentagonskýrslunni segir að á íraska minnisblaðinu segi: „Samkvæmt upplýsingum sem Rússarnir hafa fengið frá heimildamönnum sínum í stjórnstöð Bandaríkjamanna í Doha eru Bandaríkjamenn sannfærðir um að ógerlegt sé að hertaka íraskar borgir.“

Röngu upplýsingarnar sem Rússar báru Írökum vörðuðu dagsetningu meginárásar Bandaríkjamanna á Bagdad. Í skjali frá íraska utanríkisráðherranum til Saddams Husseins, þáverandi forseta, dagsettu 2. apríl 2003, er vitnað í upplýsingar frá rússnesku leyniþjónustunni og sagt að árásin myndi ekki hefjast fyrr en 15. apríl. Í raun hófst árásin mun fyrr og borgin var fallin um það bil viku fyrir 15. apríl.

Í skýrslu Pentagon segir að Rússar hafi átt viðskiptahagsmuna að gæta varðandi íraska olíu, og háttsetur talsmaður bandaríska hersins sagði að talið væri að þessir hagsmunir hafi verið ástæðan fyrir þessum aðgerðum Rússa.

Í Pentagonskýrslunni segir ennfremur að meginástæða þess að íraski herinn laut í lægra haldi hafi verið vanhæfni Saddams í herstjórn. Sífelld afskipti hans af aðgerðum hersins hafi leitt til ósigursins. Í skýrslunni segir að Saddam hafi skort tengsl við veruleikann og hann hafi fyrst og fremst hugsað um að koma í veg fyrir innanlandsátök og ógnina sem stafaði af Íran.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli