Frétt

mbl.is | 25.03.2006 | 16:12Nýr hraðaskynjari tekinn í notkun

Broskall myndast á nýjum hraðaskynjara þegar ökumenn aka hjá á löglegum hraða. Þetta nýja tæki, hraðaskynjarinn, hefur nú verið tekið í notkun á Akureyri, það mælir hraða ökutækja og gefur ökumönnum til kynna hvort ekið hafi verið of hratt eða ekki. Það eru Sjóvá, Vegagerðin, Akureyrarbær og Lögreglan á Akureyri sem gert hafa með sér samkomulag um kaup og notkun þessa tækis í þeim tilgangi að auka öryggi í umferð í bænum.

„Þetta var mikið hjartans mál hjá Steina P,“ sagði Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður þegar tækið var formlega tekið í notkun og átti þar við lögreglumanninn Þorstein Pétursson.

Þorsteinn kvaðst vona að tækið, sem er á kerru og því hægt að staðsetja þar hvar svo sem menn vilja, hefði þau áhrif að ökumenn myndu draga úr hraðanum. "Forvarnargildi tækisins felst einmitt í því að það er hreyfanlegt, við munum flytja það frá einum stað til annars, innan bæjar og utan," sagði Þorsteinn. Menn hættu fljótt að taka mark á tækjum sem alltaf væru föst á sama staurnum og allir vissu af.

Einkum mun verða reynt að fá ökumenn til að draga úr ökuhraða í námunda við skóla og á þeim stöðum þar sem slysatíðni er há. Hættulegustu gatnamót á Akureyri eru mót Glerárgötu og Þórunnarstrætis, þar verða flest slys í umferðinni. Einnig er árekstratíðni há við nokkur gatnamót á Þingvallastræti og við Skógarlund.

Tækinu verður komið fyrir í vegkanti, það mælir ökuhraða bifreiða og gefur ökumönnum til kynna á stórum skjá hvort hann sé undir hraðatakmörkunum, þá birtist broskallinn. Fýlukallinn svokallaði mun hins vegar góna til þeirra sem fara yfir hraðamörk. Tækið skráir fjölda bifreiða og ökuhraða þeirra og mun sú mæling koma sér vel bæði fyrir Akureyrarbæ og Vegagerðina, en skráning gagna úr tækinu verður í höndum starfsmanna þeirra.

Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Sjóvár á Akureyri vonast til að tækið muni nýtast vel í samfélaginu, það muni auka öryggi bæjarbúa í umferðinni og fækka slysum. Líkur á alvarlegu líkams- og eignatjóni í umferðaróhöppum, ykjust í takt við aukinn hraða. "Við munum klárlega sjá árangur af þessu tæki innan skamms," sagði Jón Birgir.

bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli