Frétt

bb.is | 12.12.2001 | 10:34„Hvorki stórkostlegar né ómótstæðilegar“

Þrjár af Bókunum að vestan þetta árið.
Þrjár af Bókunum að vestan þetta árið.
Átta bækur eru komnar út hjá Vestfirska forlaginu á Hrafnseyri að þessu sinni. Forlagið einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu Bækurnar að vestan og lögð er áhersla á að blanda þar saman blíðu og stríðu og gamni og alvöru. „Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, einstakar, ómótstæðilegar eða magnaðar“, segir útgefandinn, Hallgrímur Sveinsson. „Hins vegar ættu flestir sem áhuga hafa á mannlífi á Vestfjörðum fyrr og nú að finna í þeim eitthvað við sitt hæfi.“
Bækurnar átta eru þessar:

1. Frá Bjargtöngum að Djúpi, 4. bindi. Bókaflokkur um vestfirskt mannlíf fyrr og nú þar sem mörg þúsund Vestfirðingar koma við sögu. Meðal efnis í þessu bindi:

Þingmannaheiði og fleiri fjöll. Ari Ívarsson frá Melanesi skrifar um einn erfiðasta fjallveg landsins sem var Vestfirðingum mikils virði á sínum tíma og margir muna eftir, en ýmsir lentu þar í hrakningum. Nú eru liðin 50 ár síðan hann var lagður. M.a. er sagt frá leiðangri sem farinn var yfir heiðina í desember 1961, sem á fáa sína líka.

Við Brellurætur. Framhald þátta Hafliða Jónssonar frá Eyrum, fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, um sérstæða persónuleika á Patreksfirði í ungdæmi hans, en Hafliði hefur ekki birt mikið eftir sig fyrir utan greinar sem viðkomu starfi hans. Hér fjallar hann m.a. um Ástar-Brand sem var þekktur maður á sinni tíð.

Fátækraþurrkur. Hafliði Magnússon, alþýðulistamaður frá Bíldudal, skráir eftir móður sinni Bentínu Kr. Jónsdóttur. Aldrei brást það að þrem dögum fyrir jól kom fátækraþurrkurinn fyrir þá sem voru svo fátækir að þeir áttu ekki til skiptanna.

Guðmundar saga og Margrétar. Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, skrifar um forfeður sína, hjónin Guðmund Nathanaelsson og Margréti Guðmundsdóttur á Kirkjubóli í Dýrafirði, en af þeim er kominn mikill og merkur ættbogi.

Skonnortan Hamona eftir Gunnar S. Hvammdal og Hallgrím Sveinsson. Ítarleg umfjöllun með einstökum myndum úr heimferð eins síðasta seglskips í eigu Íslendinga frá Ameríku í miðri heimsstyrjöld. Hamona var sams konar skip og amerísku lúðuveiðararnir frá Massachusetts notuðu á seinni hluta nítjándu aldar á miðunum út af Vestfjörðum.

Frásögn af Sigríði Kristínu Jónsdóttur, ljósmóður á Gemlufalli í Mýrahreppi. Um 25 ára skeið þjónaði hún öllum Dýrafirði og færði nákvæmar dagbækur um starf sitt sem vöktu mikla athygli lækna. Erfiðustu ferð sína fór hún að Fjallaskaga, gangandi um hávetur út allar fjörur þar sem stórgrýtt fjörugrjótið var klaka húðað og hált sem gler. Jökulköld og örmagna af þreytu komst hún samt til sængurkonunnar.

Minningar úr Aðalvík eftir Kjartan Th. Ólafsson. Sagt frá mannlífi í byggðarlagi sem ekki er lengur til, en síðustu íbúarnir fluttu burt úr Aðalvík haustið 1952. Í greininni birtir Kjartan m.a. mynd frá 1927 af heimafólki í Skáladal og Þjóðverjum með tæki sín, en þeir voru að skoða og mæla fjöllin með hugsanlegan lendingarstað á Ritnum í huga.

Mikill fjöldi ljósmynda er í bókinni og skipta þær nú orðið nokkrum hundruðum í þeim fjórum bindum sem út eru komin í bókaflokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi.

2. Strandamaður segir frá, 2. bindi. Æviminningar Torfa Guðbrandssonar skólastjóra.

Í seinna bindi æviminninga sinna segir Torfi Guðbrandsson skólastjóri frá Heydalsá í Strandasýslu frá skólaárunum í Kennaraskólanum, ævistarfi sínu við kennslustörf og fjölskyldulífi við yzta haf. Fjölmargir samferðamenn Torfa koma við sögu í einlægum frásögnum hans. Málfar Torfa er skrúðlaust og án óþarfa mælgi, hreint og vandað.

„Og kannski var það einmitt þetta einfalda og háttbundna líf í öruggu skjóli foreldranna, meðan þeirra naut við, sem var lykillinn að lífshamingjunni.“ Þannig kemst Torfi Guðbrandsson að orði er hann gerir upp hug sinn og lítur yfir farinn veg. Æviminningar hans eru mannbætandi lestur. Hundrað og þrjátíu ljósmyndir prýða verkið.

3. Engill ástarinnar og fleiri sögur. Fjórtán smásögur eftir alþýðulistamanninn Hafliða Magnússon frá Bíldudal með teikningum eftir höfundinn. Víða í sögunum má finna samhljóm við þorpið Bíldudal og nágrenni í Arnarfirði og ýmsa karaktera þar. Þær sýna einnig vel heimsborgaralegan hugsunarhátt höfundar og næmt auga hans fyrir kvenlegri fegurð. Hafliða þarf ekki að kynna lesendum Vestfirska forlagsins, en hann hefur skrifað margar frásagnir sem birst hafa í Bókunum að vestan.

4. 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 4. hefti, eftir Gísla Hjartarson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli