Frétt

mbl.is | 23.03.2006 | 11:22Skiptar skoðanir eru um 17. holuna á TPC Sawgrass

Skiptar skoðanir eru á meðal bestu kylfinga heims um 17. holuna á TPC Sawgrass vellinum þar sem að Players meistaramótið hefst síðar í dag. Fyrir ári síðan á lokadegi keppninnar fóru 54 boltar í vatnið við flötina sem er eins og eyja á stóru stöðuvatni. En brautin er ekki nema um 120 metra löng af öftustu teigum. Fyrir ári síðan léku keppendur 36 holur á lokadeginum þar sem að þriðju umferð var frestað vegna úrkomu og þrumuveðurs.

Á meðal þeirra sem tóku þátt í að slá bolta í vatnið við 17. flötina voru bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson en alls voru 37 kylfingar sem slógu í vatnið á lokadeginum en alls voru 87 kylfingar í keppninni á þeim tíma.

Woods átti ekki möguleika á sigri á mótinu en hann sló einn bolta í vatnið á lokadeginum en Mickelson gerði enn betur og lék holuna á 7 höggum fyrir hádegi en þar setti hann tvo bolta í vatnið og í lokaumferðinni sló hann einn bolta til viðbótar í vatnið.

Bandaríski kylfingurinn Zach Johnson sló í vatnið í báðum umferðunum á lokadeginum en hann átti góða möguleika á að sigra á mótinu og var aðeins fjórum höggum á eftir sigurvegaranum Fred Funk þegar uppi var staðið. Enski kylfingurinn Lee Westwood fékk einnig að kenna á því á 17. braut en hann jafnaði árangur Mickelson og lék á 7 höggum – en Westwood sló tvo bolta í vatnið við flötina.

Bob Tway fór verst út úr rimmunni við 17. brautina en á fimm mínútum fór hann úr 12. sæti mótsins og niður í það 72. Hann þurfti fimm tilraunir til þess að koma boltanum á þurrt land og þegar það tókst notaði hann þrjú pútt á flötinni. Tway setti því fjóra bolta í vatnið og bætti hann vafasamt PGA-met sem var í eigu Robert Gamez en hann hafði leikið holuna á 11 höggum, en Tway gerði enn betur og notaði 12 högg til þess að koma boltanum ofaní holuna.

“Ég hélt að þetta met myndi standa það sem eftir væri. Ellefu högg eru mörg högg og ég var nokkuð öruggur um að halda þessu vafasama meti,” sagði Robert Gamez eftir mótið í fyrra.

Mickelson segir að það þurfi að hafa heppnina með sér til þess að ná árangri á 17. flötinni en Woods er sáttur við holuna en hann telur að það væri betra að kylfingar fengju tækifæri til þess að glíma við hana fyrr á hringnum – en ekki á lokakaflanum eins og nú er gert. “Mér finnst að þessi hola eigi ekki að ráða úrslitum á slíku móti. Gott högg getur endað í vatninu og það er stundum erfitt að horfa upp á slíkt,” segir Woods um 17. holuna á TPC Sawgrass.

Fjórir efstu kylfingarnir á Players mótinu í fyrra náðu að leika 17. holuna án þess að slá í vatnið, sigurvegarinn Fred Funk, enski kylfingurinn Luke Donald og Bandaríkjamennirnir Tom Lehman og Scott Verplank.

Það vekur líka athygli að aðeins Tiger Woods hefur náð að sigra á þessu móti af fimm efstu kylfingum heimslistans. Woods er með einn titil en Mickelson, Vijay Singh, Ernie Els og Retief Goosen eiga enn eftir að brjóta ísinn.

Margir benda einnig á að úrslitin geti ráðist á fleiri holum en þeirri 17. því á þeirri 18. er vatn á vinstri hönd meðfram allri brautinni og upphafshöggið þarf því að vera nákvæmt en fimm efstu kylfingar heimslistans eru samtals búnir að leika þessa holu á 62 höggum yfir pari á undanförnum misserum. Lokakaflinn er því mjög erfiður á TPC Sawgrass.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli