Frétt

Stakkur 12. tbl. 2006 | 22.03.2006 | 11:57Samningar um varnir

Það er afar eðlilegt að Íslendingar séu ósáttir við framkomu Bandaríkjastjórnar í garð Íslands og Íslendinga um þessar mundir. Bandaríkin hafa verið bandamenn Íslands lengi og margir Íslendingar hafa stutt það samstarf dyggilega, einkum á árum hins kalda stríðs. Við fall Sovétríkjanna skipuðust valdahlutföll í heiminum með þeim hætti að eftir varð aðeins eitt stórveldi ef svo má að orði komast, Bandaríki Norður Ameríku. Þar með skapaðist sú staða að ekki var til að dreifa aðhaldi að þeim lengur og þau hafa ráðið að miklu för í heimsmálum. Bandamenn þeirra hafa tekið þátt í stríði í Austurlöndum nær, en ekki ráðið för, þótt Bretar vilji nú kalla hermenn heim.

Þegar svo er komið málum að stóru ríkin sem lengi hafa staðið þétt við Bandríkin eins og Bretland og Þýskaland eru farin að draga í land er kannski eitthvað að breytast, en kannski er orsökin fyrir því hve mörg ríki í Atlantshafsbandalaginu hafa fylgt stórveldinu dyggilega sú að þeir hafa talið sig geta sparað útgjöld til hermála. Sú umræða er að vakna í Bretlandi að Bretar geti ekki eingöngu verið upp á Bandaríkin komin varðandi hertæki og aðstoð. Það er dýrt að smíða herskip, einkum kafbáta, en Bretar eru að reyna að koma fram áætlun um að þeir geti sjálfir smíðað sín skip og kafbáta.

Íslendingar hafa lengi litið á veru varnarliðsins sem eins konar efnahagsstuðning. Því eru viðbrögð Suðurnesjamanna skiljanleg þegar ljóst er að stórveldið telur sig ekki bera skyldur gagnvart viðsemjenda sínum um varnir Íslands sem Bandaríkjamenn lögðu mikið upp úr meðan sú skoðun ríkti vestra að nauðsynlegt væri að halda hér uppi eftirliti með hernaðarbrölti Sovétríkjanna og ferðum þeirra. Hagsmunir Bandaríkjanna eru nú aðrir. Því fylgir að skyldur við íslensk stjórnvöld víkja fyrir öðrum hagsmunum. Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra hafði rétt fyrir sér. Vilji stórveldið ekki kannast við að bera skyldur samkvæmt tvíhliða varnarsamningi er best að þeir fari og Íslendingar leysi sínar varnir með öðrum hætti, eftir atvikum með samstarfi við þjóðir sem standa okkur nær og við þekkjum af trausti í viðræðum.

Norðurlöndin og Bretland koma þar til greina. Bretland virti samninga við Ísland um lok þorskastríðanna og hefur þar með sýnt að það ágæta vinaríki er trausts vert. Sama er uppi á teningnum varðandi Noreg, þrátt fyrir deilu um síldveiðikvóta. Við vitum hvar við höfum þessi ríki og við vitum líka hvar við höfum Bandaríki Norður Ameríku nú. Allt er þó í heiminum hverfult og það þarf að hafa í huga þegar kemur að því að bregðast við núverandi ástandi.

Kannski er rétt að muna að láta ekki söguna endurtaka sig frá því er radarstöðin á Straumnesfjalli var yfirgefin og tryggja að leigjandinn taki sitt rusl við brottför.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli