Frétt

Leiðari 12. tbl. 2006 | 22.03.2006 | 11:54Vatnið og varnarliðið

Umræðan um Vatnalögin á Alþingi verður minnisstæðust fyrir þær sakir að þar var tekist á um hvort ,,skerping eignaraðildar“ á vatnsréttindum hefði ákveðið gildi eða væri einungis ,,formsatriði“, sem breyttu í engu rétti almennings til að fá notið helstu frumþarfar mannsins: vatnsins; væri þegar betur væri að gáð bara tiltekt í viðkomandi ráðuneyti, hvar mátti draga ályktun um að á þeim bæ hefðu menn fátt þarfara fyrir stafni. ,,Sáttin“ sem loks náðist í málinu eftir maraþonræður og bókakynningar hafði þann eina tilgang að deiluaðilar héldu andlitinu þegar tjaldið féll. Stjórnarmeirihlutinn samþykkti lögin og stjórnarandstaðan lifir í voninni um aukin ítök eftir næstu alþingiskosningar.

Er að undra þótt virðingarvísitala almennings fyrir Alþingi nái ekki himinhæðum vísitalna Kauphallarinnar? Þar kom að því! Í meira en hálfa öld hefur herstöðin á Miðnesheiði haldið lífinu í tveimur stríðandi fylkingum hérlendis: Herstöðvarandstæðingum og Varðbergi, félagi um vestræna samvinnu, sem hætta er á að verði að munaðarleysingjum við brottför hersins; sem alla tíð hefur verið vitað að færi, þegar ekki teldist lengur þörf fyrir veru hans hér vegna hagsmunda Bandaríkjanna. Bæði þessi samtöki hafa nærst í gegnum árin á veru hersins þótt með ólíkum hætti sé.

Viðbrögðin við brottför hersins staðfesta það sem ávallt hefur verið feimnismál: Gildi hersetunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þá ekki síst atvinnulíf á Suðurnesjum. Af viðbrögðum stjórnvalda og ráðamanna í Reykjanesbæ mætti ætla að nú væri allt í hers höndum og þá í annarri merkingu en þeim hefur verið töm til þessa. Tillögur um stórfelldan flutning stofnana frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar bera þess merki. (Enn munu þó ekki uppi raddir um að höfuðborgin verði að lokum lögð í eyði!)

Eflaust gleðjast margir Vestfirðingar yfir brottför hersins líkt og fólk um allt land mun gera. Hitt skal fullyrt að hvað sem líður afstöðunni til hersetunnar þá hafa Vestfirðingar fullan skilning á vanda fólks, sem allt í einu stendur frammi fyrir því að vera svipt lifibrauði, sem það hefur getað gengið að sem vísu áratugum saman; að ekki sé talað um kynslóð eftir kynslóð, svo sem margt landsbyggðafólk hefur mátt þola og það án þess að rokið væri upp til handa og fóta.

Fullur hugur fylgir því þegar sagt er að vonandi verða hin skjótu viðbrögð landsfeðranna við hugsanlegum vanda Suðurnesjamanna eitthvað annað og meira en ,,samsafn af orðum“ eins og haft hefur verið á orði um byggðastefnu stjórnvalda hvað aðra varðar.
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli