Frétt

mbl.is | 20.03.2006 | 16:44Ekki vitað fyrirfram um ákvörðun Bandaríkjamanna

Ákvörðun Bandaríkjamanna, að fara með flugvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli í haust, setti nokkurn svip á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, túlkaði m.a. ummæli Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, í sjónvarpsþætti í gær, þannig að hann hafi vitað fyrirfram af ákvörðun Bandaríkjamanna, en því neitaði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra. Þá hvatti Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, til þess að allir stjórnmálaflokkar komi sameiginlega að því starfi, sem framundan er vegna ákvörðunar Bandaríkjamanna. Halldór sagði að slíkur sameiginlegur vettvangur væri til, þ.e. utanríkismálanefnd Alþingis.

Halldór sagði að það sem nú þyrfti að gera væri þrenns konar. Í fyrsta lagi að ganga til samninga við Bandaríkjamenn, í öðru lagi þurfi ráðuneyti að hafa samráð um mikilvægar ákvarðanir, svo sem um björgunarmál. Í þriðja lagi væru atvinnumálin á Suðurnesjum og þar hefði verið ákveðið að stofna samráðsvettvang með sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Össur Skarphéðinsson spurði forsætisráðherra, hvort það hafi virkilega verið svo, að íslensk stjórnvöld hafi ekki verið látin vita um ákvörðun Bandaríkjastjórnar í síðustu viku fyrr en sl. miðvikudag þegar aðstoðarutanríkisráðherra hringdi í Geir H. Haarde, utanríkisráðherra.

Halldór sagði að svarið væri einfalt: „Nei, við vorum ekki látin vita um þessa ákvörðun fyrr en þennan dag."

Össur sagðist trúa þessu, en honum þætti þó komin upp ákaflega einkennileg staða. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 í gær hefði Geir verið spurður hvort ekki hefði verið óþægilegt fyrir hann, að fá þessar fregnir um ákvörðun Bandaríkjastjórnar í þann mund sem hann var að koma frá Noregi. Utanríkisráðherra hefði svarað, að þetta hefðu vissulega verið óskemmtilegar fréttir, sem þó hefðu ekki komið alveg á óvart því hann hefði vitað að von var á þessu símtali á miðvikudag.

„Nú liggur það fyrir að utanríkisráðherra vissi af ákvörðuninni en hann sagði ekki hæstvirtum forsætisráðherra. Mér finnast þetta ekki vera eðlileg vinnubrögð," sagði Össur og spurði hvort Halldóri þætti þetta ekki skrýtið.

Halldór svaraði að ekkert væri skrítið við þetta því utanríkisráðherra hefði átt von á símatalinu en ekki vitað hvers efnis símtalið var fyrr en að því loknu. Össur ítrekaði að ekki væri hægt að skilja orð Geirs í sjónvarpsþættinum öðru vísi en þannig, að hann hafi vitað um þetta fyrirfram. Svo virðist sem um hannaða atburðarás hafi verið að ræða, vegna þess að Geir hafi ekki treyst sér til að koma heim frá Bandaríkjunum nýlega með það sem niðurstöðu, að herinn væri að fara. Þess vegna hefði hann verið hafður með í ráðum um það hvernig þetta að bera að íslensku þjóðinni. Sagðist Össur fordæma pukur af þessu tagi.

Halldór sagði ekkert pukur vera í málinu. „Þegar við segjum að þetta hafi ekki komið okkur algerlega á óvart er það vegna þess að það hefur lengi legið fyrir að það hefur staðið til þess vilji hjá Bandaríkjamönnum, að þetta yrði niðurstaðan. En hins vegar hafa menn líka lengi vonast eftir því að svo verði ekki. Og það er í því ljósi sem bæði ég og hæstvirtur utanríkisráðherra höfum sagt að niðurstaðan hafi ekki komið okkur algerlega á óvart. En það er alger óþarfi að setja þetta upp með þeim hætti, sem háttvirtur þingmaður er að reyna að gera hér, að það hafi verið eitthvað pukur, og einhver feluleikur. Það er alls ekki og engin ástæða til þess," sagði Halldór.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli