Frétt

bb.is | 20.03.2006 | 15:41Umsýsla skipaskrár á forræði sýslumannsins á Ísafirði

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Til stendur að umsýsla skipaskrár verði á forræði sýslumannsins á Ísafirði, Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, að því er fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins. Ráðuneytið hefur áður lýst yfir vilja sínum til að flytja ýmis verkefni til sýslumannsembætta utan höfuðborgarsvæðisins, ekki síst í kjölfar þeirra breytinga sem eru yfirvofandi í lögreglumálum á landinu en til stendur að lagt verði fram frumvarp fyrir vorþing um að lögregluumdæmum á Íslandi verði fækkað í 15 og að þau fjögur lögregluembætti sem nú eru á Vestfjörðum verði sameinuð í eitt lykilembætti sem verður stjórnað frá Ísafirði.

Í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins segir meðal annars um breytingarnar: „Embætti á landsbyggðinni geta nú sérhæft sig í ákveðnum málaflokkum og borið á þeim ábyrgð, þar sem aðgangur allra notenda er orðinn jafn greiður. Þannig mun umsýsla skipaskrár t.d. verða á forræði sýslumannsins á Ísafirði, þar sem aukin þekking verður til staðar í málaflokknum.“

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur þegar lagt drög að því að meðal annarra verði eftirfarandi verkefni flutt til minni sýslumannsembætta: Miðstöð ættleiðinga, sjóðir- og skipulagsskrár, miðstöð fasteignasölueftirlits, útgáfa Lögbirtingablaðsins, málefni bótanefndar, málefni skjalaþýðenda, miðstöð eftirlits með útfararþjónustu, miðstöð happdrættiseftirlits, innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Telur ráðuneytið að heildarkostnaður við fjölgun starfa og flutning ofannefndra verkefna, að undanskildum flutningi á innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar nemi um 50 milljónum króna á ársgrundvelli.

Tekið skal fram að þó lögregluumdæmum fækki, skv. frumvarpi dómsmálaráðherra, þá stendur ekki til að fækka lögreglustöðvum og hvað viðkemur Vestfjörðum verður sérstaklega kveðið á um að utan aðalstöðvar lögreglu á Ísafirði, skuli vera lögreglustöð á Patreksfirði, á Hólmavík og í Bolungarvík, og verða sams konar ákvæði um fleiri embætti á landinu. Þá verður skipulagi ákæruvalds breytt þannig að lögreglustjórar verði aðeins með ákæruvald í venjulegum lögreglumálum, á milli lögreglustjóra og ríkissaksóknara starfi saksóknarar, sem beri ábyrgð á meðferð ákæruvalds með vísan til ákveðinna embætta, landshluta eða málaflokka og lúti eftirliti ríkissaksóknara en fái lögreglumenn til samstarfs við rannsókn mála, svo sem efnahagsbrota.

Frumvarp til breytinga á lögreglulögum verður lagt fram á vorþingi auk frumvarps til laga um ákæruvaldið samhliða því sem unnið er að lokagerð nýs frumvarps til laga um meðferð opinberra mála.

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli