Frétt

mbl.is | 16.03.2006 | 08:41Framsóknarflokkurinn mun hvorki selja né einkavæða Landsvirkjun

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Íbúðalánasjóði verði ekki breytt í heildsölubanka nema tryggt verði að hann þjóni áfram landinu öllu og að hvorki komi til greina að Framsóknarflokkurinn standi að því að selja né einkavæða Landsvirkjun. Þetta kom fram í máli ráðherra á opnum stjórnmálafundi á Narfastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu í fyrrakvöld. Þar lýsti Guðni því einnig yfir að hann skildi ekki hvers vegna húsnæðisverð hérlendis héldi áfram að hækka, þrátt fyrir hve mikið væri byggt, en lækkaði ekki skv. lögmálinu um lögmál og eftirspurn. "Ég tek undir það sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur sagt, að það er alveg klárt að ríkulegar skyldur um að þjóna landinu öllu verða ekki teknar af Íbúðalánasjóði þó svo honum verði breytt í heildsölubanka, eins og verið er að skoða," sagði Guðni.

"Í allri þessari uppbyggingu hefur Íbúðalánasjóður lent í miklum þrengingum, kannski mestu þrengingunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir það að lánshlutfall hefur ekki verið hækkað um langa hríð og bankarnir lána meira. Við getum líka spurt okkur að því hvort bankarnir hafi ekki farið offari í sinni lánastarfsemi."

Og eitt undrast Guðni sem fyrr segir. "Þar sem ég fer er alls staðar verið að byggja; heilu bæjarfélögin rísa og ég hef spurt: Hvaða þjóð er að flytja hingað? En ég undrast að húsaverð lækkar ekki samkvæmt lögmálinu, það hefur hækkað. Af hverju lækkar það ekki? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarlokkur trúa á lögmálið um framboð og eftirspurn, og meira að segja Samfylkingin líka. Hvað veldur þessu? Maður spyr sig: Eru bankarnir búnir að lána upp úr þakinu? Hafa þeir farið offari?"

Þegar Guðni var spurður um raforkumál sagði hann meðal annars:

"Kannski eigum við Íslendingar enga auðlind jafn dýrmæta og vatnið; vatnið sem verður að rafmagni. Kannski er það sú sameign sem við eigum að hugsa um í ríkari mæli. Kannski ætti að ríkja meiri jöfnuður þannig að allir keyptu rafmagn á sama verði. Við eigum Landsvirkjum Íslendingar, þetta er öflugasta fyrirtæki í okkar eigu."

Og hann lagði áherslu á eftirfarandi: "Framsóknarflokkurinn mun ekki selja Landsvirkjun. Framsóknarflokkurinn mun ekki einkavæða Landsvirkjun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett það á stefnuskrá sína en það er allt of stórt mál að einkavæða Landsvirkjun. Þá eru menn að selja margt í leiðinni í náttúru þessa lands."

Evrópumálin bar á góma og þá sagði Guðni m.a. að sér hefði blöskrað umræða um evruna. "Alls kyns hálærðir prófessorar og spekingar hafa talað um evruna síðustu ár, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, foringi Samfylkinginnar, hefur talað um að evran væri lausn framtíðarinnar, enda vill hún fara inn í Evrópusambandið, og nú heyrði ég okkar ágæta viðskiptaráðherra, Valgerði [Sverrisdóttur], setja þetta fram. Auðvitað er ekki alveg sama í hvaða stól menn sitja þegar þeir tala og auðvitað urðu mikil viðbrögð við því sem Valgerður sagði, en í rauninni fagna ég þeirri umræðu að því leyti að nú er alveg skýrt - svar um það er komið frá Evrópu - að við eigum engan séns á að taka upp evru nema vera í klúbbnum. Þá er það komið á hreint.

Enda held ég að það séu okkur miklir hagsmunir að halda í krónuna hér út af því að efnahagslíf á Íslandi er með allt öðrum hætti á margan hátt en í Evrópu. Evran er því lausn sem ekki gengur upp," sagði Guðni Ágústsson.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli